Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 3
LANDSBÓKASAFNIÐ 1945
Á árinu 1945 varð ritauki Landsbókasafnsins rúmlega 4600
bindi, þar af gefins auk skyldueintaka um 1500 bindi. I ársbyrjun
1946 var talið' að safnið ætti um 162 þúsund bindi prentaðra bóka.
Mikill hluti erlenda ritaukans 1945 eru bækur á Norðurlandamálum, sem eigi var
unnt að ná í á styrjaldarárunum. Hafa safninu borizt margar og góðar gjafir frá
Norðurlöndum síðan samgöngur hófust af nýju, en sumar þeirra komu þó eigi fyrr
en eftir áramót og teljast því með ritauka ársins 1946. Stærsta bókagjöfin er frá dr.
Einari Munksgaard, forlagsbóksala í Kaupmannahöfn, eins og verið hafði mörg ár
fyrir heimsstyrjöldina. Hefir hann gefið um 650 bindi bóka síðan samgöngur við
Danmörku hófust sumarið 1945, og eru þar á meðal margar dýrar bækur og eiguleg-
ar. Skrá um erlendan ritauka áranna 1944 og 1945 er nú fullbúin til útgáfu, en hefir
ekki fengizt prentuð vegna anna í ríkisprentsmiðjunni. Er þar gerð grein fyrir erlend-
um gefendum. Islenzkir gefendur árið 1945 voru þessir: Áki Jakobsson, ráðherra,
Reykjavík, Alexander Jóhannesson, prófessor, Reykjavík, Ásgeir Hjartarson, bóka-
vörður, Reykjavík, Ásgeir Þorsteinsson, verkfræðingur, Reykjavík, Áskell Löve, nátt-
úrufræðingur, Reykjavík, Björn Björnsson, hagfræðingur, Reykjavík, frú Brandson,
Winnipeg (blaðið Vínland, allt sem út kom), Búnaðarfélag Islands, Reykjavík, Egill
Bjarnason, bóksali, Reykjavík, Eyjólfur Árnason, gullsmiður, Akureyri, Félag íslenzkra
stúdenta, Khöfn, Finnur Guðmundsson, náttúrufræðingur, Reykjavík, Geir Jónasson,
bókavörður, Reykjavík, Guðbrandur Jónsson, prófessor, Reykjavík, Guðni Jónsson,
skólastjóri, Reykjavík, Gunnlaugur Tr. Jónsson, bóksali, Akureyri, Hafliði Helgason,
prentsmiðjustjóri, Reykjavík, Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur, Reykjavík, Hall-
grímur Helgason, tónskáld, Reykjavík, Haraldur Pétursson, húsvörður, Reykja-
vík, Haraldur Sigurðsson, bókavörður, Reykjavík, Háskóli íslands, Reykjavík, Hólm-
fríður Pétursson, frú, Winnipeg (rúmlega 300 bindi, að mestum hluta íslenzk rit og
rit um íslenzk efni, prentuð vestan hafs, sjá grein á bls. 8), Indriði Indriðason, rit-
höfundur, Reykjavík, Jón Leifs, tónskáld, Reykjavík, Lithoprent, Reykjavík, Magnús
Þorsteinsson, Reykjavík, Níels Dungal, prófessor, Reykjavík, Norðri h.f., bókaútgáfa,