Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 63
ÍSLENZK LEIKRIT 1645 — 1946 63 Dönsk þýðing á Liber Belial (Belialsþætti) er til frá 1589 eftir organista í Málmey, Thomas Bergeman. Handritið er í Karen Brahes bókhlöðu nr. 56, og uppskrift af þeirri þýðingu er í Ríkisskjalasafninu í Osló, þar nr. 19 fol. Sænsk þýðing er prentuð í „Tvá outgivna svenska mysterier“ (Stockholm 1864), útgefin af Klemming og heitir þar: Belial ex Inferno egrediens conqueriter etc. Þessi sænska þýðing er eftir allt ann- arri leikgerð af Liber Belial en hinn íslenzki Belialsþáttur, auk þess nær hún mjög skammt, aðeins fyrstu atriði leiksins. Dönsku þýðinguna hef ég ekki séð, en þar sem hún er gerð röskum mannsaldri áður en Björn Snæbjörnsson byrjar nám í Höfn og önnur þýðing dönsk er til frá svipuðum tíma (tilgreind bls. 475 nr. 310 í Biblioteca Rostgardiana), er ekkert því til fyrirstöðu, að Björn hafi kynnzt leiknum á námsár- unum. Um sýningar á leiknum er lítið vitað. Mjög athyglisverðar og nákvæmar leið- beiningar um leiksvið og hreyfingar leikenda í Belialsþætti gætu bent til þess, að þessi gerð leiksins hafi verið höfð til sýningar erlendis. Um sýningu á Ludus de Bellyale er vitað í Aberdeen 1471 (E. K. Chambers: English Litterature at the Close of the Middle Ages). Hvort leikurinn hefur verið sýndur í Kaupmannahöfn meðan Björn Snæ- björnsson var þar, veit ég ekki, en á námsárum hans (1634) var sýndur þar ineð mikl- um tilfæringum annar leikur af svipaðri gerð: Tragoedia von den Tugenden und Lastern. Alkunnugt er, að leikrit voru mjög mikið notuð við kennslu í latínuskólum á sið- bótaröldinni. Að svo hafi einnig verið í latínuskólum hér á landi er vafalaust. Til vitnis um það er kennslubók með sex leikritum eftir Terentius, sem nú er í Landsbóka- safni, en verið hefur í eigu allra sona Þorláks Skúlasonar biskups og á gangi í Hóla- skóla 1647—1662. Af ofaníkroti i bókina, útleggingum málshátta og athugasemdum skólapilta út á blaðsíður bókarinnar má ráða, að bókin hefur verið mikið notuð. Er- lendis létu skólameistarar sér ekki nægja að láta pilta sína flytja latnesku leikritin ein, þeir sömdu jafnvel sjálfir leikrit á móðurmálinu eða þýddu leikrit og fengu skóla- piltum í hendur. Ef til vill hefur þetta fordæmi vakað fyrir skólameistaranum í Skál- holti, ef Belialsþáttur er þaðan runninn. Næsta leikrit að aldri til er frá því um 1700. Það er Samtal stallsystranna Barböru og Agötu, þýtt úr dönsku að því er segir í einni uppskriftinni. Árni Magnússon fékk að láni eintak af þessari þýðingu frá nafngreindum manni í ágústmánuði 1711, og er ekki farið að skila handritinu enn til Landsbókasafnsins, hvað sem síðar verður, en meðan það er ekki gert, er seint um vik að bera saman uppskriftirnar. Eftir yngri uppskriftunum, sem báðar eru frá því hér um bil 1760, verður samtalið rakið til þýzkr- ar fyrirmyndar: Dialogus duarum sororum og er frá 16. öld. Ymis fleiri samtöl, eins og: Samtal meistara og lærisveins, Samtal Salomons konungs og Markólfs narra, Sam- tal millum eins reisandi manns og forfeðranna Adams og Nóa, allt þýtt, eða: Samtal Rögnvalds Ráðspakssonar á Mærðar-Núpi, hreppstjóra í Aleyðuhrepp, og Skraffinns Auðunssonar, bóndans frá Mauralóni (frumsamið 1812), hafa ekki verið tekin í skrána og heldur ekki eintöl eins og þýðing síra Hjörleifs Þórðarsonar á Heimskunn- ar hrósan eftir Erasmus frá Rotterdam eða frumsamin eins og: Lof lyginnar eftir Þorleif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.