Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 9
9
IIÖFÐINGLEG GJÖF VESTAN UM HAF
Dr. Rögnvaldur Pétursson Frú Hólmfríður Pétursson
þær Landsbókasafninu sérstaklega kærkomnar, því að ekki er kunnugt um, að til sé
af þeim annað eintak. En auk þessara gömlu kunningja komu mörg handrit, sem
skráð hafa verið vestan hafs, og kennir þar margra grasa. Mest þótti okkur um vert
að fá mikið safn handrita úr fórum höfuðskálds Vestur-Islendinga, Stephans G. Step-
hanssonar, en dr. Rögnvaldur hafði viðað að sér öllu, sem til varð náð frá hans hendi.
Prentuðu bækurnar eru að meiri hluta íslenzk rit, gefin út vestan hafs, þar á meðal
blöðin Heimskringla og Lögberg frá byrjun. Auk þess kom nokkuð af gömlum bókum
íslenzkum og ritum á ensku, varðandi Island eða íslenzk efni. Allar bækurnar fá sér-
slakt merki í Landsbókasafninu.
Með sendingu þessari fylgdi ágætt eintak af blaðinu „Vínland“, sem frú Brandson,
ekkja læknisins fræga, sýndi Landsbókasafninu þá hugulsemi að senda því að gjöf.
Á yfirstandandi ári hafa Landsbókasafninu einnig borizt nokkur handrit og bækur
frá Vestur-Islendingum og verður þess nánar getið í árbók safnsins 1946.
Frú Hólmfríður Pétursson hefir með þessari dýrmætu og kærkomnu gjöf sýnt ætt-
landi sínu ræktarsemi og höfðingslund, og færi ég henni hér með alúðarþakkir frá
Landsbókasafninu.
*
Rögnvaldur Pétursson var Skagfirðingur að ætt, fæddur að Ríp í Hegranesi 14.
ágúst 1877. Foreldrar hans, Pétur Björnsson bóndi að Ríp, og kona hans, Margrét
Björnsdóttir, fluttust vestur um haf árið 1883 og settust. að í Norður-Dakota. Olst
Rögnvaldur þar upp með foreldrum sínum við harðrétti frumbýlingsáranna og kynnt-