Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 7
HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON BÓKAVÖRÐUR lézt í Reykjavík 13. desember 1945. Ilann var fæddur í Stærra-Arskógi við Eyjafjörð 14. september 1888. Voru foreldrar hans Hallgrímur Sigurðsson gagnfræðingur á Reistará, síðar járnbrautarstjóri í Regina í Canada, og Friðbjörg Jónsdóttir, bónda á Sauðá í Svarfaðardal, Jónssonar. Hallgrímur gekk í gagnfræðaskólann á Akureyri, síðan í menntaskólann í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi 1912. Eftir það stund- aði hann nám í háskólanum í Kaupmannahöfn og lauk þar meistaraprófi í sagnfræði 14. júní 1918. Hann var settur bókavörður við Landsbókasafnið 1. janúar 1919 og skipaður 2. bókavörður 14. júní 1924. Gegndi Iiann því starfi til dauðadags. Auk bókavarðarstarfsins fékkst Hallgrímur við kennslu og ritstörf og tók um skeið nokkurn þátt í blaðamennsku og stj órnmálum. Hann kenndi við ýmsa skóla í Reykja- vík og var forstöðumaður kveldskóla Kristilegs félags ungra manna í tólf ár. Hann var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur mörg ár og sinnti jafnframt blaða- mennsku við „Tímann“ og síðar „Framsókn“. Hann skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um söguleg efni og stjórnmál, en auk þess liggja eftir hann sjálfstæð rit, svo sem Þingstjórn (1927) og íslenzk alþýðumenntun á 18. öld (1925). Árið 1930 tók liann þátt í samkeppnisprófi um prófessorsstöðu í sagnfræði við liáskóla Islands og skrifaði þá ritgerð um Frjálst verkafólk á íslandi til siðaskipta, sem enn er óprentuð. Hallgrímur kvæntist aldrei og átti ekki afkvæmi. Hann bar mikla tryggð til átthaga sinna í Eyjafirði og dvaldi þar löngum í sumarleyfum sínum. Hafði hann kosið sér legstað á Möðruvöllum í Hörgárdal og var jarðsettur þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.