Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 6
6
LANDSBÓKASAFNIÐ 1945
Sýningar
Árbókin
Tveggja aímæla var minnzt á árinu 1945 með bókasýningum í
safninu. 2. febrúar var öld liðin frá fæðingu skáldkonunnar Torf-
hildar Þorsteinsaóttur Hólm, og var í því tilefni haldin sýning á öllum ritum hennar.
Með sama hætti var minnzt 100 ára dánarafmælis Jónasar Ilallgrímssonar 26. maí,
sýnd rit hans, stór og smá, sýnishorn af ýmsum eiginhandarritum hans og fleiri
minjar. Báðar sýningarnar voru vel sóttar.
Skrá urn íslenzk rit 1945 er gerð með sama hætti og ritaskráin
1944. I viðauka eru talin nokkur rit frá 1944, sem undan höfðu
fallið eða eigi voru komin í safnið, þegar skrá þess árs var samin. Skrá um bækur
frá 1945, sem ekki hafa náð í þessa skrá, verður prentuð í viðbæti í næstu árbók. Þá
er einnig prentuð skrá um rit á erlendum málum varðandi Island eða íslenzk efni,
sem safnið hefir eignazt á árunum 1944—1945, eða eftir að síðasta Ritaukaskrá var
prentuð (1943), en þó aðeins talin rit frá síðari árum. Loks er birt skrá um leikrit á
íslenzku, frumsamin og þýdd, prentuð og óprentuð, eftir Lárus Sigurbjörnsson, en
hann hefir um langt skeið kynnt sér íslenzka leiksögu og mun allra manna fróðastur
á því sviði. Hefir hann með skrá þessari unnið þarft verk og merkilegt.
Reykjavík, 1. október 1946.
Finnur Sigmundsson.