Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 60
ÍSLENZK LEIKRIT 1645-1946
FRUMSAMIN OG ÞÝDD
LÁRUS SIGURBJÖRNSSON TÓK SAMAN
INNGANGUR
Skrá sú, sem hér fer á eftir, er að stofni tekin saman eftir spjaldskrá minni yfir ís-
lenzk leikrit, þýdd og frumsamin, en til hennar hef ég safnað nokkuð mörg undanfarin
ár. ASdrættir hafa reynzt býsna erfiSir, og er vafalaust, aS eitthvaS töluvert af leikrit-
um hefur enn ekki komiS í leitirnar. í seinni tíð hafa ýmsir þýddir smáleikir týnzt, og
litlar sögur fara af skólapiltaleikjum, sem leiknir voru i latínuskólunum áSur en þeir
voru sameinaSir, í BessastaSaskóla og jafnvel eftir flutning skólans til Reykjavíkur.*
Langhelztu heimildir um leikrit og leiksýningar eru blöSin, eftir aS þau komu til sög-
unnar, og hef ég kannaS þau eftir beztu getu. Næst á eftir blöðunum er Handritaskrá
Landsbókasafnsins helzt til frásagnar um leikrit liðinnar tíðar. PrentuS leikrit íslenzk
eru fá í samanburSi viS þann sæg leikrita í handritum, sem fram hafa komiS, og dregin
hafa veriS saman í nokkur helztu söfn auk Landsbókasafnsins. Af þessum söfnum verS-
ur fremst aS telja leikritasafn ÞjóSleikhússins, sem er aS stofni keypt af Leikfélagi
Reykjavíkur, en hefur verið aukið síðan. Til þess safns ber að telja handritasafn mitt,
* I skránni eru á einum stað tilfærð eintöl og samtöl, sem leikin voru í Reykjavíkurskóla 1846
—47, tileinkuð Magnúsi Grímssyni, en kunna að vera eftir þá fleiri skólabræður. Frásögn um þessa
leiki er í Bræðrablaði skólans 24. apríl 1847, og þar er þannig sagt frá leikjunum: Á aðfangadags-
kvöld jóla (1846) var leikið: 1. Sveitarmaður og kaupstaðarmaður talast við, 2. Samtal ungs manns
og gamals manns. Á annan dag jóla: 3. Maurapúki að ráðstafa fé sínu (eintal), 4. Sveitarmaður að
biðja sér konu (samtal) og 5. Eintal hálfgalins heimspekings. Á nýársdag var leikið: 6. Auðunn
bóndi og gestur (samtal), 7. Hégómi bað frétt að flytja sig í hús (samtal), 8. Eintal hjátrúarkarls,
sem þykist vera galdramaður, 9. Ungur maður skaut sig út af unnustumissi (eintal). Á páskum 1847
var leikið: 10. Sannleikurinn talar við sjálfan sig (eintal), 11. Samtal um landsins gagn og nauð-
synjar, 12. Ungur prestur talar við roskinn prest, föður sinn, 13. Kona úr sveit er búin að vera
eitt ár í Reykjavík, en bóndi kemur til hennar (samtal), 14. Samtal um skaðsemi rómana og rímna.
— Þess er getið, að áhorfendur hafi verið 40—60 úr flokki bæjarmanna. Næsta ár urðu áhorfendur
320 á einni sýningu í Langalofti (Erasmus Montanus).