Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Blaðsíða 5
LANDSBÓKA S A F NIÐ 1945
5
Lestrarsalur
er með gjöf íslendinganna í Edinborg, og hafa þegar verið athugaðir möguleikar á að
fá sams konar filmur af íslenzkum handritum í Svíþjóð.
Snemma á árinu eignaðist safnið amerískt lestæki fyrir mikrofilmur (film reader).
Er það af beztu tegund og hefir reynzt ágætlega. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess
að fá myndatökuvélar, en afhending þeirra hefir tafizt.
Arið 1945 töldust gestir í lestrarsal Landsbókasafnsins 10511,
en salurinn var opinn eins og áður frá kl. 1—7 síðdegis. í jan-
úar 1946 var starfstíminn lengdur um 4 klukkutíma á dag og hefir salurinn síðan
verið opinn frá klukkan 10 á morgnana til 10 á kvöldin að undanskildum matmáls-
tímum frá 12—1 og 7—8. Hefir aðsóknin síðan aukizt allverulega. Lánuð voru í
lestrarsal 18930 bindi prentaðra hóka og 4620 handrit, eða samtals 23550 bindi.
Notkun handbóka, sem standa í lestrarsal, er að sjálfsögðu ekki talin hér með, en
þar eru um 1500 bindi hóka, og eru sumar þeirra mjög mikið notaðar. Lestur skemmti-
bóka í lestrarsal fer minnkandi og veldur því án efa, að atvinna er næg og ráð al-
mennings til kaupa á slíkum bókum betri en áður. Lestrarsalinn sækja nú einkum
fræðimenn, eins og sjá má af hinni tiltölulega miklu notkun handritasafnsins.
Utlánssalur var opinn kl. 1—3 daglega og voru lánuð alls 5162
bindi. Takmörkuð hafa verið útlán á íslenzkum bókum meir en
áður, bæði vegna þess, að nú fjölgar óðum þeim bókum, sem telja má ófáanlegar
á bókamarkaði, og því meiri nauðsyn en áður að gæta þeirra vandlega. Einnig veldur
það miklum óþægindum fyrir fræðimenn, sem sækja lestrarsalinn að staðaldri, ef
eftirsóttar bækur eru vikum saman í útláni og eigi tiltækar í lestrarstofu, þegar á þarf
að halda, en að jafnaði hefir safnið ekki nema eitt eintak af hverri bók til notkunar.
Landsbókasafnið hefir löngum þótt stílfagurt hús og bæjarprýði
og undu margir því illa að sjá það veðurbarið, grátt og guggið,
eins og það hefir verið útlits hin síðustu ár. Síðastliðið sumar var húsið vandlega
málað að utanverðu og var að því hin mesta búningsbót. Ákveðið hefir verið að
leggja steinstétt meðfram veggjum hússins og lagfæra umhverfi þess að öðru leyti.
Þegar hitaveita var lögð í húsið, losnuðu nokkrir smáklefar í kjallara, sem notaðir
höfðu verið í sambandi við miðstöðvarhitunina. Þeim hefir nú verið breytt i bóka-
geymslu, og fékkst þar hillurúm fyrir nokkrar þúsundir bóka. Það hefir þó ekki bætt
úr skortinum á geymslurúmi til neinnar hlítar, því að enn eru hátt á annað hundrað
kassar í kjallara hússins fullir af bókum, sem hvergi er hillurúm fyrir, og þeim fjölgar
óðum, því að stöðugt verður að rýma fyrir nýjum bókum, sem við bætast. Verður nú
óhjákvæmilegt að hraða sem mest brottflutningi Þjóðminjasafnsins og Náttúrugripa-
safnsins, því að eins og nú er ástatt er mjög torvelt að vinna að umbótum í safninu
vegna þrengsla. Ef vel væri, þyrfti einnig að sjá Þjóðskjalasafninu fyrir öðru húsnæði,
því að þess verður ekki langt að bíða, að einungis tveir kostir verði fyrir hendi, ann-
ar sá, að reisa stórhýsi handa Landsbókasafninu, hinn, að fá því allt húsið til umráða.