Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 66
66
GUÐBRANDUR JÓNSSON
starfsemin og bókamagnið svo mikið. að smákaupmenn í Róm notuðu bækur í umbúðir
rétt eins og verða vill enn í dag.
Meðan hin rómverska menning var að falla í rúst, fór kristnin að reisa nýja menn-
ingu í tóftum hennar. Það mynduðust nýjar menningarmiðstöðvar við dómkirkjur og
klaustur, því að þar var haldið uppi skólum og þar hófst ný höfundastarfsemi, en
hvorttveggju fylgdi bókagerð, og samfara henni risu upp bókasöfn. Að efni til voru
hin nýju rit auðvitað ærið frábrugðin hinum fornu ritum og beindust öll að helgum,
kristnum fræðum. Bókagerðin beindist langmest að því að sjá fyrir nauðsynlegum
helgisiðabókum, sem síðan seldust út til kirkna út í frá. Jafnframt voru þó samdar og
ritaðar kennslubækur í latínu, heimspeki, guðfræði, rími og reikningslist, og innan
um hinar síðrómversku heimspekilegu og helgu bókmenntir slæddust ýms klassísk rit,
aðallega rómversk rit, helzt heimspekileg, sem talin voru geta samræmzt hinum nýja
trúaisið, og urðu skorðurnar þar svo víðar á stundum, að ýms fornrit, sem ekki stóðu
eins vel af sér við kristnina, voru látin fljóta með. Borgaralegar og kirkjulegar þarfir
ollu því, að ritaðar voru lögbækur og samdar skýringar við lög, en almenn mannleg
forvitni réð því, að fornrómversk sagnarit voru afskrifuð og að samin voru ný sagnarit
og annálar. Þá varð og mannleg hneigð til lystisemda og skemmtana þess valdandi, að
samin voru kvæði og skáldsögur. Þó að lítið hafi bjargazt yfir syndaflóðið af bókum
gerðum í rómverskri forneskju, hafa hins vegar hinar nýju menningarstöðvar geymt
sumt hvað í afskriftum sínum, og kirkjubókasöfnin hafa varðveitt oss þær, enda
er meginið af hinum miklu handritasöfnum nú á dögum runnið frá klaustrum og
biskupsstólum.
Nú á dögum binda menn hugtakið bókasafn við fjölda sala, þétt skipaða stórum
skápum með hillufjöld fulla af óteljandi bókum, sem standa upp á rönd, lausar og
liðugar. Þetta er rétt snið bókasafna vorra daga. En miðaldabókasafnið og bókasafnið
fram að siðabyltingu og langt fram yfir hana, var með allt öðrum svip. Var binda-
tala þar mjög svo hæglega teljandi, og bækurnar lágu alla jafna á hliðinni, það er að
segja á öðru spjaldimi ineð hitt upp. Sú breyting hafði sem sé orðið á gerð bókanna,
að þær voru ekki lengur papyrusstrangar vafðir upp á kefli, heldur — fyrst framan
af — papyrusblöð og — fyrst nokkuð jafnhliða, en skönnnu síðar eingöngu —- bók-
fellsblöð lögð saman í svokallaða kvaterna eða kver — það sem nú er nefnt „legg“ —,
er með kilinum voru fest á allsvörgulslega strengi, sem bundnir voru í spjöld. Þetta
er í öllu verulegu bókin eins og við höfum hana enn, og eimir eftir af strengjunum,
þar sem eru böndin á hinum svonefndu upphleyptu kjölum. Þá var það og til að rita
á vaxspjöld, það er að segja vaxborin tréspjöld, sem síðan voru bundin inn með sama
hætti og bókfellsblöðin. Enda þótt vaxspjöldin væru helzt ætluð til uppkasta eða
skrifa, sem höfðu tímabundið gildi, hafa nokkrar slíkar bækur geymzt fram á þennan
dag. Bækur hlutu eftir þessu að vera ákaflega dýrar eftir því, sem nú mundi kallað,
því að skinnið var dýrt — t. d. kostaði „bota“ eða 36 skinn 1374 36 solidi, sem var
of fjár3 —, og sjálf vinnubrögðin við skriftina hlutu og að vera dýr, því að þar var
ekki um venjulega hlaupaskrift (cursivskrift) að ræða, heldur voru stafirnir frekar