Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 69
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIR SIÐABYLTINGUNA 69 bókum, ok þar eftir skrifaði Einarr djákni upp í kvaterne eður liók“.- 1 Þetta stað- festir og frásagan í Sturlungu af sótt Bárðar Einarssonar, Ásgrímssonar, enda þótt efni hennar sé að öðru annarlegt: „Þá spurði Þórður (lögmaður Narfason) Sturlu (lögmann Þórðarson), hvort Bárður mundi upp standa úr sóttinni eða eigi. „Skil ek nú,“ segir Sturla, „hví þú spyr þessa, en fá mér nú vaxspjöld mín.“ Lék hann þar at urn hríð. Litlu síðarr mælti Sturla: „Ur þessari sótt mun Bárður andazt“.“22 Árið 1541 átti Skálholtskirkja 2 vaxspjöld og voru þau geymd í Brígittarstúku,23 en þótt ekki sé loku fyrir það skotiö, að hér hafi verið um skrifspjöld að ræða, er hitt þó lík- legra, sérstaklega miSað við geymslustaðinn, að hér sé um spjöld með uppköstuðum vaxmyndum (relief) að tefla, því slíkt var farið mjög að tíðkast um þær mundir. Á vaxspjöldin var ritað með stíl svo nefndum, er var nokkurskonar grifill úr beini eða málmi,24 en þegar búið var að nota það, sem á spjöldunum stóð, var dreginn yfir þau heitur, sléttur steinn (slikisteinn, sem nefndur er í sumum kirkjumáldögum23 gæti ver- ið annaðhvort slíkt áhald eða áhald til að slétta með lín), og var þá hægt að rita á þau af nýju. Á skinniö var ritað með fjöður af álftum, gæsum eða jafnvel hröfnum, og var blekið hér á landi ýmist úr kálfsblóði og kæsi eða sortulyngi, og þegar fram í sótti úr innfluttu dufti, sem kallað var substantia — í alþýðumunni varð oft úr því „súrtansía“. Nokkuð er óljóst, hvernig bækurnar voru geymdar, en nefndar eru alma- ríur (ætti að vera armaríur),26 bókakistur,27 bókastokkar28 og bókastólar,29 sem allt munu hafa verið hirzlur undir bækur; um síðasta áhaldið er þó tvennt til, að það hafi verið stóll, þar sem bækur voru geymdar í hirzlu undir setunni, eða að það hafi bein- línis verið bókaskápur svipaður því sem þeir gerast nú. Nú voru bækur svo kallað met- fé í fyrri daga, þ. e. a. s. að ekki var á þeirn fast verð að Búalögum, og var ekki svo nema um dýrindisgripi. Sem dæmi hins gífurlega bókaverös hér þá má nefna, að 1461 átti Höskuldsstaðakirkja á Skagaströnd brefer um allan ársins hring, nótnalaust, sem ekki virðist hafa verið sérstaklega markvert, virt á 10 hundruð; 30 nú sem stendur er verðlagsskrárverð 1 hundraðs á landsvísu um 600 kr., og hefði bókin eftir því nú kostað ekki minna en 6000 kr., en forláta nútíðarbrefer prentuð munu fást á um 300 kr., bundin í bezta skinn. Nú er verðlagsskrárhundrað alltaf of lágt reiknað, en þar eð hundrað á landsvísu er kýr átta vetra, snennnbær og heilspena, en slík kýr mun nú ekki kosta minna en 2000 kr., mundi bókin, ef við það er miöað, hafa kostað um 20.000 kr. Sé hins vegar miSaS við ærkvíildi, mundi verðið láta nærri 9000 kr., svo að ekki er ofsagt, að bókin hafi kostaö um eða yfir 10.000 kr. Manrii hlýtur því að detta í hug, að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar til að foröast, að bækur hyrfi eða þeim væri hnuplað, þar sem um bókasöfn var að ræða, enda var svo gert erlendis. Þar voru bækur að jafnaði hlekkjaðar við hirzluna eða lespúltiö. Þó ekki fari neinar sögur af því, að slíkt hafi verið gert hér fyrir siðabyltinguna, er ekki ósennilegt að svo hafi verið. AS minnsta kosti eru nokkrar líkur til þess, að svo hafi verið gert við eina bók skömmu eftir siðabyltinguna. Fjórum árum eftir að Guðbrandur biskup hafði prentað biblíu sína, 1584, gaf hann Péturskirkju á Idálsi í Fnjóskadal bundið eintak af henni með þessari áritun:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.