Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 110
110
JAKOB BENEDIKTSSON
í Skáldskaparmálum (Edda Sn. St. 1931, bls. 197—98). Enn fremur nefnir Arngrím-
ur syni Oðins eftir sömu heimild (s. st. bls. 196). Loks minnist hann á Þorgerði hölga-
brúði og vitnar í Jómsvíkinga sögu. Segist Arngrímur hafa séð handrit af henni á
skinni í bókasafni Huitfeldts, og hafi hann sjálfur þýtt hana á latínu eftir þessu hand-
riti, en eigi nú ekki lengur þá þýðingu. Hér er bersýnilega átt við latínuþýðingu Arn-
gríms á Jómsvíkinga sögu sem Gjessing gaf út 1877 (Jómsvíkinga saga í latinsk
Oversættelse af Arngrim Jonsson), en ekki hefur Gjessing tekið eftir þessurn stað í
NU, sem tekur af öll tvímæli um þýðinguna og frumrit hennar. Bæði íslenzka hand-
ritið og frumrit þýðingar Arngríms hafa komizt í Háskólabókasafnið í Kaup-
mannahöfn og brunnið þar 1728.
Bréf Arngrhns til Worms 1637 er nú einnig glatað i frumriti, en mestur hluti þess
er varðveittur í uppskrift Stephaniusar í DG: 12—16 (pr. í Bibl. Arnam. VII 39—48).
Þar eru meðal annars skýringar Arngríms á heitinu Skjöldungar, ásamt dæmum um
það sem hann kallar Skjöldunga vísur, en það eru vísur úr 4. málfræðiritgerðinni í
Codex Wormianus. Stephanius tekur upp ýmsa kafla úr bréfi þessu í NU, bls. 12—13,
17, 31, 76 (sjá Bibl. Arnam. VII 39—48 með skýringum).
Auk ritgerðar Magnúsar Ölafssonar um fornan skáldskap íslenzkan sem áður var
getið, hefur Stephanius tekið upp kafla úr formála Magnúsar að Eddu-þýðingunni
(NU, bls. 17), þar sem Magnús ræðir um uppruna Eddu. En notadrjúgast af ritum
Magnúsar hefur þó orðabókin reynzt. 1 hana vitnar Stejrhanius á þessum stöðum í
NU (uppsláttarorð orðabókarinnar og bls.-töl í Lex. Run. í svigum): bls. 18 (vogur
141); 45—46 (runar 109—10); 48—49 (dularkufl 27); 61 (fall 35); 66 (karfe 60);
98 (holmur 55); 115 (endeme 29, ohræse 98); 116 (nijd 91—92); 117 (ordahnipp-
ingar 100; nid, nijda, nijdskaar 91); 146 (klámhpgg 62); 154 (hamramur 50; ber-
serkur, berserksgangur 15—16); 156 (plteite 99); 193 (blodorn 18); 220 (hein 52).
Skýringar og þýðingar eru víða á dönsku í NU, og hlýtur það að vera runnið beint
frá frumriti orðabókarinnar, en í útgáfunni í Lex. Run. eru allar skýringar á latínu.
Yfirleitt koma þó skýringarnar í NU vel heim við textann í Lex. Run. En allt um það
væri mjög æskilegt að gerður yrði samanburður á uppskrift Stephaniusar af orða-
bókinni (DG: 55) og Lex. Run., svo að gengið yrði úr skugga um hvort Worm hefur
breytt nokkru eða fellt nokkuð niður þegar hann gaf ritið út.
I bréfi til Worms 1634 hafði Magnús Ólafsson sent Worm skýringu á orðinu chelæ
hjá Saxo, en um það hafði Worm beðið að undirlagi Stephaniusar. Þessa skýringu
tekur Stephanius upp orðrétta í NU, bls. 79—80, enda þótt hann væri henni ekki
samþykkur. Einkennilegt er þó að hann eignar hana Arngrími lærða (sjá Bibl. Arnam.
VII 231—32 með skýringum).
I bréfi frá Worm til Stephaniusar 1641 eru talin nokkur nöfn á íslenzkum bragar-
háttum, sem Worm hefur án efa fengið hjá einhverjum íslendingum, þó að ekki verði
nú séð hvaðan þau eru runnin. Stephanius tekur þetta óbreytt upp í NU. bls. 12 (sjá
Bibl. Arnam. VII 355 með skýringum).
Árið 1641 sendi Brynjólfur biskup Stephaniusi athugasemdir sínar við formálann