Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 146
146
JÓN HELGASON
mennta á Islandi sem nú hefur verið rakinn eftir föngum. skal að lokum staðnæmzt rétt
sem snöggvast við alkunnan atburð úr þessari sömu sögu, þar sem Brynjólfur Sveinsson
er aðalmaður, þó að ekki varði beinlínis bókasafn hans.
Torfi Jónsson er hér sem víðar aðalheimildin (Biskupasögur J. Halld. II 341—421.
Hann segir, eflaust eftir frásögn Brynjólfs biskups sjálfs, að til Kaupmannahafnar
kæmi „einn grískur gamall kennimaður, presbyter Corinthiacus, að nafni Romanus
Nicephorus“, en þar var þá Brynjólfur fyrir og hafði nýlega pælt sextán sinnum gegn-
um grísku málfræðina heima í Holti. Fundum þeirra Brynjólfs bar saman, og töluðu
þeir jafnan grísku hvor við annan, ,,því þessi kennimaður kunni ei vel annað en sitt
móðurmál, lítilsháttar í latínu og þýzku“. Þetta hefur verið veturinn 1631—32, eða
í síðasta lagi um vorið. Minnilegast atvik í þessari viðkynningu var það er báðir voru
boðnir til miðdegisverðar hjá Hans Resen yngra, sem þá var prófessor við háskólann,
síðar Sjálandsbiskup. Brynjólfur vakti alla nóttina áður og bjó sig undir með því að
kynna sér flókin deilumál úr einu riti Aristótelesar, leiddi síðan talið að þeim yfir
borðum. Og er þeir höfðu lengi ræðzt við um þessi efni á grísku, stóð Romanus upp
og þakkaði guði, sem gefið hefði Norðurálfunni þvílíkar menntir að jafnvel úr
nyrztu eyju hennar kæmi maður er inælti svo vel á gríska tungu sem innlendur væri,
„óskaði honum svo lukku og blessunar í Jesú nafni“. Þessi atburður greiddi síðan
Brynjólfi framaveg í Danmörku.
Um þenna griska mann eru til heimildir sem naumast hefur verið bent á fyrr í ís-
lenzkum ritum. Það er auðsætt að hann er sami maður og sá Romanus Nicephori sem
gert hefur hók um málfræði grískrar alþýðutungu, „Grammatica linguae graecae vul-
garis . . . per Patrem Romanum Nicephori Thessalonicensem Macedonem". Eitt atriði,
sem þó virðist næsta hæpið, þykir benda til að málfræði þessi sé frá árunum eftir 1638,
og er hún þá að aldri til fjórða rit um þetta efni sem samið hefur verið; hún er á
latínu, svo að líklega gerir Torfi Jónsson ójiarflega lítið úr kunnáttu Romanusar í því
máli. Málfræðin lá óprentuð í handriti þangað til 1908 að J. Boyens birti hana í
Bibliothéque de la Faculté de philosophie et lettres de l’Université de Liége, fasc.
XVIII. Það sein hér á eftir segir um Romanus styðst við inngang þeirrar útgáfu.
Romanus var upprunninn úr Þessalóníku í Makedóníu, en prestur í Korintu. Hann
virðist hafa verið mikils metinn af löndum sínum, því að Tímótheus patríarki í Mikla-
garði gerði hann, með ráði annarra griskra kirkjuleiðtoga, í sendiför um Evrópu
til að leita ráða að frelsa Grikki undan kúgun Tyrkja. Þetta hefur verið 1619, en 1620
dó patríarkinn. Vel má vera að einhver gögn um viðleitni Romanusar leynist í skjala-
söfnum, en ekki er kunnugt um að fleira hafi verið dregið fram en eitt bréf. Vetur-
inn 1631—32 fór Gústaf Adolf Sviakonungur sigurför yfir Þýzkaland; 13. desember
tók hann Mainz og sat Jiar fram yfir áramót. Um þessar mundir er Romanus í
Rostock og skrifar konungi Jiaðan (líklega 12. des., sbr. Arckenholtz: Mémoires con-
cernant Christine, reine de Suéde, 1751, I 486); bréfið var á grísku, en virðist aðeins
til í latneskri þýðingu, sem heldur er óskilmerkileg, hvort sem heldur er bréfritara um
að kenna eða þýðanda. Romanus kveðst liafa verið sendur í ferðalag sitt fyrir tólf