Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 174
174
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON
Pétur Gautur var prentaður í þrjátíu tölusettum eintökum 1901, eintakstalan prent-
uð sérstaklega framan á titilblað hverrar bókar (t. a. m.: FYRSTA EINTAK AF
ÞRJATIU) og hver þeirra seld á 100 krónur. Slíkt söluverð var þá að kalla óheyrt á
nýrri bók íslenzkri1 2 — og hefur raunar ekki verið farið fram úr því síðan. Nokkra
hugmynd má gera sér um það, þegar þess er minnzt, að samkvæmt verðlagsskrám var
kýrverð þá rúmar 90 krónur, en er þar nú talið nema rúmum 1000 krónum — og er
þó reyndar um 2000—3000 krónur. Enn geipilegra verður verðið, ef kaupgjald er haft
í huga. Þetta bókarverð nam þá nærfellt tveggja mánaða kaupi prentara og árslaunum
þriggja vinnukvenna. Nú fær prentarinn um 4000 króna laun fyrir sama tíma og
vinnukonurnar þrjár um 20000 krónur. — En í formálanum að Pétri Gaut segist
Einar sjálfur hafa talið svo fáa kaupendur mundu fást að slíku riti, að ekkert viðlit
yrði að ná kostnaðinum aftur með venjulegu bókarverði. Þetta mun vera fyrsta tölu-
setta útgáfa á íslenzku — og prentuð í fæstum eintökum allra íslenzkra bóka, sem
komið hafa á markað.- Ætla mætti, að menn hefðu tekið slíkri nýbreytni fálega. Ekki
er þó svo að sjá, ef ráða má af ummæluin Þjóðólfs, en ritstjóri hans var þá Hannes
Þorsteinsson, sem mun raunar hafa verið við útgáfuna riðinn eða stutt Einar til
hennar að einhverju leyti. En þar segir svo í fréttadálki (30. apríl 19011 :
,,Ný bók. Pétur Gautur (Peer Gynt), leikrit í ljóðum eftir Henrik Ibsen, er
nýprentaður í íslenzkri þýðingu eftir Einar Benediktsson. Bókin er mjög
vönduð að pappír og prentun. Hafa að eins verið gefin út 30 eintök af henni, og
verður hvert eintak selt á 10 0 k r ó n u r. í öðrum löndum er það alltítt, að bækur
séu gefnar út í fáum eintökum, sem -þá eru seld háu verði söfnurum og söfnunt, en
þetta er fyrsta tilraun hér á landi þess kyns og gæti orðið til þess, að eftirspurn eftir
íslenzkum n ý j u m bókum ykist erlendis og verð á þeim hækkaði, á líkan hátt og
g a m 1 a r bækur íslenzkar eru keyptar allháu verði margar, séu þær fágætar. Það
er að minnsta kosti nógu gaman að sjá, hvernig þessu reiðir af. Einkaútsölumaður
þessara eintaka hér, hr. Sigfús Eymundsson, hefur beztu vonir um, að þetta takist
vel, þótt hér á landi sé ekki búizt við neinni sölu að ráði.
Að því er þýðinguna snertir, þá hafa þeir Hannes Hafstein og Þorsteinn Erlings-
son, er lesið munu hafa löluvert af henni í handriti, lokið miklu lofsorði á hana.
Auk þess hefur þýðandinn áður fyrri lesið upp í Stúdentafélaginu nokkra kafla úr
henni, og þótti mönnum sú þýðing ágæt.“
Ekki hefur þó öllum aðiljum getizt jafn vel að þeim nýstárlega hætti, sem á var
hafður um þessa útgáfu. Meðal annars varð hann þess valdandi, að hún seldist
1) Fáar bækur dýrari munu áður hafa verið gefnar út á Islandi nerna elztu Biblíurnar, t. ai m.
kostaði Guðbrandsbiblía 8—12 dali, þ. e. 2—3 kýrverð.
2) Raunar lét Tómas Guðmundsson prenta sérstaklega 25 tölusett eintök af ljóðabókum sínum,
Fögru veröld (1933) og Stjörnum vorsins (1940), en þar var aðeins um að ræða hluta 1. prentunar
viðkomandi bóka, og auk þess voru eintökin einungis notuð til gjafa. — Þá var Alþýðubókin eftir
Halldór Kiljan Laxness prentuð í annað sinn 1947 sem handrit og í 30 eintökum einvörðungu, en
þau voru ekki heldur neinum seld.