Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 175
PÉTUR GAUTUR
175
dræmt, og einnig veittist Landsbókasafninu örðug innheimta skyldueintakanna
tveggja af bókinni, sem því bar að lögum. Sjö mánuðum eftir prentun hennar, 25.
nóv. 1901, samþykkti stjórnarnefnd safnsins á fundi ,,að snúa sér til landshöfðingja
á þann hátt að fá með sektarákvæði Félagsprentsmiðjuna í Reykjavík neydda til að
skila þýðingu Einars skálds Benediktssonar á „Peer Gynt“ (Pétri Gauti eftir Henrik
Ibsen, sem prentsmiðjan hafði þverskallazt við að láta af hendi, að líkindum til að
flýta fyrir sölu á bókinni, meðan hún var ný af nálinni, því að upplag var örlítið
(30 eintökl, en bókin dýr (100 kr.).“l 2 lJetta þrætuefni hefur þó leystst, því að í
Landsbókasafninu eru nú tvö eintök bókarinnar. Hins vegar eru þau ótölusett. Vafa-
laust hafa þau skyldueintök önnur til safna, sem af hendi kunna að hafa verið látin
— eða í hæsta lagi 7 alls (skv. prentsmiðjulögunum frá 18861 — verið eins úr
garði gerð. En ólíklegt má þykja. að fleiri eintök ótölusett hafi nokkru sinni komið
fram af bókinni.
I íslenzkri bókgerðarsögu er Einar Benediktsson því upphafsmaður að fágætis-
útgáfum tölusettum, og þegar tveiinur árum seinna tók Guðmundur Magnússon upp
hugmynd hans, er hann 1903 prentaði Islandsvísur sínar í 150 tölusettum eintökum
— og auk þess sem handrit.
En prentun Péturs Gauts 1901 átti sér nokkra forsögu. 1 formála bókarinnar
víkur Einar nokkuð að tilurðarsögu þýðingar sinnar —- og segir hana þó ekki til
fullnustu. Hann hafði þegar á unga aldri dregizt mjög fast að Pétri Gaut — og
kveður svo hafa verið um aðra jafnaldra sína og skólabræður (sbr. eftirmálann
við prentunina 1922).- En það var veturinn 1888—89, sem hann hóf þýðingu sína
á þessu leikriti. Hann var þá aðeins 24 ára, hafði farið utan til lögfræðináms við
Kaupmannahafnarháskóla að loknu stúdentsprófi fyrir rúmum fjórum árum, en
horfið heim vegna veikinda eftir þriggja ára Hafnarvist sumarið 1887, verið í
Reykjavík næsta vetur, þungt haldinn framan af, en tekur nú á .þessum heimavistar-
tíma fyrst að gefa sig verulega að kveðskap. Fyrstu kvæði sín — ljóðaþýðingu eina
og eitt kvæði frumort — birti hann einmitt 1888, þegar hann tók að kenna nýrra
krafta eftir sjúkleik sinn. Um vorið hefur hann farið norður að Héðinshöfða til
föður síns og systkina, og þar er það, sem hann hóf þýðingu Péturs Gauts næsta
vetur. Sú sálarorka og andlega frjósemi, sem er jafnan fylgja afturbatans, og næðið
í sveitinni heima eftir utanvistina laða hann til að hefjast handa um þetta stórvirki.
1) Landsbókasafn íslands 1818—1918, minningarrit, Rvk. 1919—20, 177.
2) Fyrstur Islendinga til að meta Pétur Gaut mun hafa verið Eiríkur Briem, síðar presta-
skólakennari (f. 1846, d. 1929). Segir Guðmundur G. Barðarson, að á biskupsskrifaraárum sínum
(1867—74) liafi Eiríkur lesið mikið af fræðibókum og „allmikið af skáldritum eftir merka rit-
höfunda. Fékk hann einna mestar mætur á skáldritum Ibsens. Þegar Peer Gynt kom út [18671.
varð hann svo hrifinn af bókinni, að hann ritaði höfundinum bréf og lét í ljós ánægju sína yfir
henni. Mun það hafa verið fyrsta viðurkenning, er Ibsen hlaut fyrir þetta merka skáldrit. En
Eiríkur lærði bókina utan að ... Löngu síðar, þegar ég kynntist Eiríki, vitnaði hann oft í Peer
Gynt, þegar svo bar undir, og hafði þá stundum yfir setningar eða kafla úr bókinni. Eru mér
síðan minnistæðar ýmsar spaklega samdar setningar úr Peer Gynt.“ (Andvari 1931, 7—8).