Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 181

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 181
PÉTUR GAUTUR 181 ingu úr Pétri Gaut eftir Ibsen, er Einar hafði gert á stúdentsárum sínum í Kaup- mannahöfn. Sagði hann mér, að þeir Hannes Hafstein hefðu báðir verið jafnhrifnir af þessu fræga riti og reynt að þýða kafla úr því, en hvorugur verið ánægður með árangurinn, og þýðingu ritsins í heild hefðu þeir talið óvinnanda verk. Það, sem Einar hafði byrjað að þýða, var ræða prestsins í 5. þætti, enda taldi hann hana meistaraverk og perluna í Pétri Gaut. Eg varð mjög hrifin af að lesa þetta hand- ritsbrot og skoraði á Einar að taka sig til að þýða allt ritið. Tók hann því í fyrstu mjög fjarri og taldi öll vandkvæði á því og ávítaði mig fyrir þessa vitleysu, sem hann kallaði. En eg hafði óbilandi trú á því, að hann gæti unnið þetta verk, ef hann legði sig fram við það, eins og sannaðist líka, og brátt tók hann til starfa. Vann hann sleitulaust að þýðingunni allan veturinn og enda lengur, því að aldrei þótti honum hún nógu vel gerð, og bætti hann víða um hvað eftir annað, þangað til hann var nokkurn veginn ánægður. Það, sem olli honum mestum örðugleikum við þýðinguna, var hin mikla rímfesta í öllu ritinu, hinar stuttu Ijóðlínur og karlrímið, sem kveður svo mikið að, en örðugt er að ná í slíku beygingarmáli sem íslenzkan er. En ekki datt honum í hug annað en halda öllum bragarháttum frumritsins, eins og hann gerði jafnan við allar sínar þýðingar. Hann taldi það skyldu þýðanda að halda frumhætti kvæða, hitt væri að beygja hjá vandanum í stað þess að sigrast á honum."1 En hér hlýtur frúna að misminna um sumt, eins og eðlilegt er, þegar liðin eru meira en 40 ár frá viðburðum. í fyrsta lagi virðist Einar hafa þýtt meginhlutann af Pétri Gaut á Héðinshöfða, en ekki í Kaupmannahöfn, eftir því sem hann sjálfur kveður á um tímann og ákveða má honurn dvalarstaði eftir kirkjubókum, og kveðst Ragnheiður, systir hans, muna eftir því, er hann hóf þýðingu sína þar nyrðra. í annan stað hafði Einar þýtt verkið allt, þegar hér var komið sögu, þótt ekki hefði það þá alll hlotið endanlega mynd sína. Fyrir því eru alltraustar heimildir: prent- uðu arkirnar frá 1897, þar sem aðeins vantar fjórðunginn, og má þá nærri geta, hvort hann hefur enn verið alls óþýddur, enda kveðst frú Valgerður hafa séð í handriti hjá Einari ræðu prestsins úr 5. þætti, en hún er einmitt aftar í leikritinu en því nemur, sem prentarkirnar taka; einnig eru orð Einars sjálfs fyrir því í for- málanum 1901, að hann hafi lokið þýðingunni „að nafninu til“ 1892. — Enn má það þykja með nokkrum ólíkindum, að Einar hafi unnið „sleitulaust að þýðingunni allan veturinn [1899—1900] og enda lengur“, því að breytingar þær frá örkunum 1897 til prentunarinnar 1901 eru engan veginn svo miklar, að honum sé ætlandi til þeirra slíkur tími, enda þótt leikritslokin kunni að hafa verið honum lítt í hendur búin. — Loks mætti misskilja þá staðhæfingu, að hann haldi „öllum bragarháttum frumritsins“. Vissulega eru óbreytt aðal-háttareinkennin: braglínu- og bragliða- fjöldi. Hins vegar eru (loka)bragliðir ekki alltaf sömu tegundar og í frumritinu né rímorðum alls staðar fyrir komið á sama veg og þar, enda væri það engum manni 1) Valgerður Benediktsson: Frásagnir um Einar Benediktsson. Skráð hefir Guðni Jónsson mag. art. Rvk. 1942, 22—23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.