Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Blaðsíða 138
134 ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
má því segja, að E spilli öllum örlagaþáttum, sem hann sá og unnt var að teygja
eða slíta.
C. 1 staðinn fyrir vald örlaganna er í H settur almáttugur guð:
H 57. Þá kfimr enn ríki
at regindómi
gflugr ofan,
sá es gllu rœðr.
Regindómr þýðir sama og goðdómr. Frummerking crðsins ríkr er voldugur, svo
sem kunnugt er, en yngri merking þess: auðugur. Alkunnugt er orðtakið auðigr at
e-u = ríkr at e-u. Ríkr at regindómi er sá, sem er auðugur að guðdómi. Enn ríki at
regindómi þýðir samkvæmt því: hinn guðdómlegi, háheilagi. Hann kemur gflugr
ofan og rœðr gllu, tekur m. ö. o. við valdi örlaganna. Þarf engum blöðum um það
að fletta, við hvern er átt. Þar kemur til greina guð almáttugur einn eða sonur
hans, Jesús Kristur. Um leið eru æsir gerðir að eins konar tengilið milli heiðinna
eða hálfheiðinna manna og heilagrar þrenningar. Hinum svásu goðum er fengið svip-
að hlutverk og dýrlingar hafa í kaþólskum sið.
E hefur tekizt að gera vísu sína mjög í anda Völuspár (I), þó ekki án þess, að
hatti fyrir (II):
I. a) Kenningarígildið enn ríki at regindómi er gert í samræmi við önnur slík fyr-
irbæri í K:
1) þríar ór því liði ( = þríar þursa meyjar, K 8 - H 8, H 17), K 17,
2) g af veði Valfgðrs (tár Óðins), K 27,
3) mjgðr af veði Valfgðrs (tárum blandið vatn Mímisbrunns), K 28,
4) en aldna í járnviði (ágirnd, Gullveig), K 38,
5) hglðar at Herjafgðrs (einherjar), K 41. Sbr.:
K 38. Austr sat en aldna
í járnviði,
H 57. Þá kpmr enn ríki
at regindómi.
b) E hefur skilið gildi endurtekninga í Völuspá (K 21, 26, 31, 43, 52) og beitir
því stílbragði, þar sem mest á ríður í viðleitni hans: Þá k</>mr 1) enn ríki at regin-
dómi, 2) gflugr ofan, 3) sá es gllu rœðr.
c) Sbr. andstæðurnar:
1) Sér hón upp koma . . . jgrð ór œgi (K 55 - II 51).
2) Þá kpmr . . . gflugr ofan (H 57).
II. a) Fjórar vísur meðal hinna síðustu í K byrja allar mjög líkt: