Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Blaðsíða 214
210
GUÐSPJALLABÓK ÓLAFS HJALTASONAR
Þótt hér hafi verið gert ráð fyrir, að 40. Davíðssálmur hafi verið notaður sem
introilus, skal á það bent, að í Graduale Romanum er til trópískur introitus: Gaude-
amus omnes in Domino, sem æði oft er notaður. Hann finnst einnig í Grallaranum
1594 á vitjunardegi Maríu. Einnig kæmi hér til mála introitus Grallarans á 3. sd. í
aðv.: Gaudete in Domino semper etc., sem tekinn er úr Fil. 4.
Þess skal getið, að Graduale Romanum hefur hvorki introitus né gloria patri föstu-
daginn langa.
Þá er introitus lokið og komið að næsta lið guðsþj ónustunnar samkvæmt textan-
um. Segir hann, að næst eigi að syngja kyrie, Guð faðir. Þetta er alveg í samræmi
við venjulegan gang messunnar. „Kirieleyson med atskilianligum notum epter tim-
anna mismunan. sem hier til dags hefur halldit verid. med eingiligum lofsaung.
Gloria in excelsis deo“, segir eldri gerð kirkj uskipunarinnar. Vandamálið hér er að
ákveða, um hvaða kyrie sé að ræða. Eftir timanum er þetta líklega: Kyrie, Guð faðir,
miskunna þú oss, sem finnst fyrst í Sálmahók Guðbrands, en eins og hér kemur síðar
fram, er ýmislegt, sem bendir til, að leifar af gerð Sálmabókar Ólafs leynist bæði í
Sálmabók Guðbrands og Grallara.
Næst segir textinn: „Gloria Dyrd heidr se Gudi j hædum vt til ennda“. Þelta er
upphaf að þýðingu, sem er ekki lengur þekkt, svo að ég viti. Virðist hún hafa verið
bein þýðing á hinum forna sálmi eftir Hilarius frá Poitiers (d. 367?): „Gloria in
excelsis Deo. | Et in terra pax | hominibus bonæ voluntatis. | Laudamus te. | Bene-
dicimus te. | etc“. I kirkjuskipuninni, eldri gerð, segir enn um þetta: „Gloria in
excelsis deo. huern ad presturinn byrie j latinu. eda modurmal. enn sidan skal kor-
inn ut syngia.“ Finnur biskup Jónsson segir í Kirkjusögu sinni, að Olafur biskup
hafi þýtt danska sálminn: Alleeniste Gud i Himmerig, sem snemma kom í stað gloriu,
en það virðist ekki eiga við þelta.
Þá er komið að kolleklunni. Sú kollekta, sem í textanum stendur, virðist hein
þýðing úr missale, eða þá úr Bænabók Játvarðs VI, sem er heldur ólíklegra. Því
næst er lexían lesin úr Sak. 12.
Svo er sunginn graduale: Christr Ordinn er fyrer oss z c. Sennilega hefur verið
sunginn alleluia á undan. Þetta upphaf virðist ókunnugt, en sálmurinn gæti verið
eins konar þýðing á Victimæ paschali laudes eftir Wipo frá Burgund. I kirkjuskip-
uninni stendur: „Victime paschalj laudes med sinum norræna saung.“
Þá er guðspjallið tekið úr Jóh. 19.
„Síðan byrie credo j modr mali.“ Þetta er þá þýðing. En erfitt er að segja, hver
hún hafi verið.
Eldri gerð kirkjuskipunarinnar á íslenzku segir: „Sidan snue liann sier aptur til
alltarins og byrie Credo in unum deum. Sidann syngizt symbolum Apostolicum j
modurmale.“
Yngri gerðin segir hins vegar: „Epter þad snýr hann sier aplur ad alltarinu oc
býriar. Credo in vnum deum. Epter þetta syngist sýmbolum j modurmale. wier truum
aller aa einn Gud.“