Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 7
Áður óbirt bréfaskrifjónasar Hallgrímssonar og bréf er hann varðar Ögmundur Helgason bjó til prentunar Á árunum 1929-37 gaf Matthías Þórðarson út ritsafn Jónasar Hallgrímssonar, þar á meðal flest öll bréf hans, er þá voru kunn. Síðan hafa fleiri bréf smám saman komið í leitirnar. Sverrir Krist- jánsson bjó til prentunar „Tvö óprentuð bréf . . .“ í Tímariti máls og menningar, 18. árg., 1957, bls. 203-05, og Aðalgeir Kristjánsson og Ólafur Halldórsson „Tvö óbirt bréf‘ í sama tímariti, 27. árg., 1966, bls. 81—83. Ólafur ritaði einnig greinina „Úr bréfum Fjölnismanna11 í Skírni, 139. árg., 1965, bls. 83—97, en þar er birtur hluti af glettnisbréfi í bundnu máli til Jónasar frá vinum hans, Konráði Gíslasyni, Brynjólfi Péturssyni og Gísla Thorarensen, og af svar- bréfum hans, þulubréfi og gamanbréfmu svokallaða, m.a. upp- hafslínurnar, sem Matthías Þórðarson felldi niður í útgáfu sinni. Þá ritaði Aðalgeir í Árbók Landsbókasafns 1968, bls. 124-26, greinar- gerð um „Bréfasafn Brynjólfs Péturssonar“, sem varðveitt er í Lands- arkivet for Sjælland í Kaupmannahöfn, en þar eru talin ellefu óbirt bréf frá Jónasi. Jakob Benediktsson bjó til prentunar „Þrjú bréf og eitt kvæði“ úr þessu safni í Tímariti máls og menningar, 29. árg., 1968, bls. 168—82, og síðan Tómas Guðmundsson sex bréftil viðbótar í ritsafni Jónasar, er út kom 1971, en þar voru einnig prentuð þau bréf, er þeir Aðalgeir og Ólafur saman og Jakob höfðu búið til prentunar, nema miðhluti fyrsta bréfsins, er Jakob hafði birt, svo og kvæðið. Hannes Pétursson vitnaði síðan í óbirt bréfbrot úr þessu sama safni í bók sinni Kvæðafylgsnum, 1979, bls. 124, er nánar mun að vikið í skýringum hér á eftir. Sumarið 1986 benti Jorgen Ask mag. art. Aðalgeiri Kristjánssyni á tvö bréf í Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn, annað ritað af Jónasi Hallgrímssyni til J. Collin, en hitt ritað af J. Steenstrup til Finns Magnússonar, er honum barst fregnin um andlát Jónasar.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.