Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 15
JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR 15 Det kongelige bibliotek, N.B.D. 2rk. Bréf, 20.9X12.5 cm, 3 síður. Bréfið er hér ritað upp eftir ljósriti. - F Magnussen: Finnur Magnússon (1781-1847) prófessor. - Islands Lysing: Uppástunga Jónasar að íslandslýsingunni er prentuð í ritsafni hans (JHRit V, CXCVII-CXCVIII), og nánast allt, er hann hafði gengið frá fyrir dauða sinn, er þar að finna. Lýsingarinnar er víða getið í ævisögunni (JHRit V, CXXXVIII-CLXXXIV). - Kbhvn: Kaupmannahöfn. - Helas: Neikvætt andvarpsorð. - Gislason: Konráð Gíslason (1808-1891). — Amesen: Hannes Árnason (1809-1879) guðfræðingur. Steenstrup virðist hér vera að svara uppástungu frá Finni Magnússyni um að fá Hannes Árnason til að halda áfram íslandslýsingunni. Samkvæmt dagbók Hafnardeildar Bókmenntafélagsins hefur Hannes Árnason sent félaginu bréf þann 10. júní — „dagsetning“ og „innkoma“ hafa víxlast í bókinni — þar sem hann óskaði „að sér væri gefin von um að honum væri á hendur falið að framhalda lýsingu íslands“, er hann hefði lokið prófi, sem seinast yrði um jólaleytið (Dagbók Deildar hins íslenzka bókmenntafélags í Kaupmannahöfn 1842-54; í Landsbókasafni). Á fundi 16. júní var samþykkt, „að fyrst um sinn ætti ekki að gjöra neitt við þetta bónarbréf, enn nefnd, sem á að sjá um lýsingu íslands, skyldi grennslast eptir hversu mikið Jónas heitinn hefði verið búinn með, og bera það síðan upp fyrir félagið innan skams þegar kríngumstæður leyfðu“ (Samkomubók Deildar hins íslenzka bók- menntafélags í Kaupmannahöfn 1816-74; í Landsbókasafni). Ekki verður séð af þessari sömu bók, að þessu hafi nokkru sinni verið hreyft á félagsfundum.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.