Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 17
SIGURÐUR NORDAL 17 naumur fyrst um sinn. En úr þessu má gera ritgerð, sem er vísindaleg og þó við alþýðu hæfi, eins og Bogi Th. Melsteð segir um söguna sína. Kærar kveðjur til ykkar hjónanna, þinn einlægur, Sigurður Nordal. 0stre Fasanvej 35, Kobenhavn F, 26/2 1916. Kæri vinur. Á þessum blessuðum aldri, sem ég er á, nefnilega barnsaldrinum, á maður að læra eitthvað við hverja plágu - og þetta geri ég líka. Þegar ég sendi þér ritd. um Vesturlönd, lofaði ég, að ég skyldi aldrei framar skrifa ritdóm eftir beiðni annars manns. En mér fannst sjálfsagt, að maður ætti að lofa að skrifa um bók, sem mann langaði til að skrifa um, t. d. Tólf sögur Guðm. Friðjónssonar- Nú hef ég bætt nýju stigi við: „Lofaðu aldrei að skrifa neitt. En það sem þú hefur glæpzt á að skrifa af sjálfsdáðum, geturðu látið á þrykk út ganga - ætli það verði ekki meira en nóg“! Pú mátt nú ekki taka þetta sem ég segi þér upp hlýðni og hollustu og öllum efndum loforðanna — heldur í hæsta lagi sem afsökun á, að ég hvorki sendi þér ritd. né annað enn þá. Minn vitjunartími til þess að skrifa ritd. er annaðhvort ekki kominn, eða þá framhjá farinn, án þess ég hafi þekkt hann. En hann kemur - ég hef tvílesið bókina og er stoltur af því, að hún skuli vera skrifuð af íslenzkum bónda. Samt get ég enn þá ekki skrifað um hana, hafðu þolinmæði með mér. Ég skal líka reyna allt hvað ég get með Snorra. Hann er nú til á dönsku, en eftir að færa hann í íslenzka búninginn - og hugsa allt saman upp á íslenzku. Vona, að þú verðir sáttur við mig, ef þú færð hann í júlí-heftið. Ég þakka þér annars kærlega fyrir bréfið og óska þér allra heilla með verkaskiptin og vinnuvísindin. Las greinina þína í síðasta hefti Skírnis með mikilli ánægju - og sömuleiðis Draumljóðin hennar frú Theódóru. Finnst líka framfor að því, að útl. fréttirnar eru horfnar og greinar eins og sú frá Héðni koma í staðinn. Beztu kveðjur til þín og þinna, þinn einlægur, 2 Sigurður Nordal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.