Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 18

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 18
18 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Ny Adelgade 3, K^benhavn K, 29/11 1916. Kæri vinur. Beztu þakkir mínar fyrir bréfið, sem kom til mín á spítalann og hressti mig, m. a. af því að þú sagðir nokkur vingjarnleg orð um Baugabrotin mín, sem annars munu hafa fallið í heldur grýttan jarðveg heima. Þegar maður er íslendingur, ætti maður ekki að skrifa um annað en „aríleifð íslendinga“ eða bónda, sem verður heylaus og skilur bónleiður við harðbrjósta prest. Ég get hugsað mér, að Dúnu Kamban (ég kalla hana nú þetta) haíi ekki verið vel tekið með öll nýyrðin, rangsettu eignarföllin o. s. frv. En ég vil þúsund sinnum heldur lesa eitthvað, sem kemur mér á óvart, þó skrúfað sé og gallað, en allt þetta gáfnalausa og gallalausa þunnmeti, sem borið er á borð fyrir okkur. Sjálfum er mér ómögulegt að lofa þér neinu í Skírni nú. Má ekki tvístra kröftunum, eins og þú munt skilja. En Björg Blöndal hefur tekið vel í að skrifa svona greinar handa þér. Hún er eina manneskjan hér, sem mér gat dottið í hug. Nú getur þú skrifað henni og þið svo samið málið með ykkur. Því miður fór allur október og lok sept. + byrjun nóv. í veikindi fyrir mér. En nú er ég líka eins og nýsleginn ríkisdalur! Ég er að skrifa langa ritgerð, sem verður 2—300 stórar kvartsíður og á að vera búinn fyrir jól. Það verður flaustursverk, enda er það varla nema áteiknaður striginn, sem ég svo bródera á komandi árin - auðga og endurbæti, breyti og bæti í. En ég fæ nú aðaldrættina og með því fullt plan í vinnuna á eftir. í janúar vona ég að komast til Oxford. Þar vil ég gjarnan vera til næsta hausts. Svo er ekki nema mátulegt meyjarstig til Parísar. Vertu blessaður fyrir vinsamlega grein þína um Sálarfræði Ágústs. Hún gladdi mig meira en hefði hún verið send í minn garð, því að ég þoli illa að vita ykkur deila. Það er mein að vera ekki nema einfaldur í roðinu. Mætti annar Sig. Nor. gefa sig að að skrifa tímaritsgreinar handa þér og Iðunni, þá væri nóg efni fyrir hendi. Nú er Romain Rolland búinn að fá Nóbelsverðlaunin, og enginn skrifar um hann á íslenzku. Verhaeren er molaður undir vagnhjóli - en Frónverjinn lætur hann lifa og deyja án þess að þekkja nafnið. Johannes Jörgensen er að gefa út endurminningar sínar, afar góða bók - ég hef rétt tíma til að lesa þær, en ekki til að skrifa um þær. Maeterlinck á það alltaf hjá mér, að ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.