Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 22
22
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
Sem stendur er ég að skrifa ,Inngang að bókmenntasögu íslend-
inga eftir siðbót’, það verður seinasta ritsmíðin mín hér. Ég uni því
illa, að hlutverki íslendinga í heiminum sé lokið A.D. 1400, en svo
lítur það þó út utanfrá. Og svörin heiman að eru annaðhvort að tala
um hlutverk út í bláinn, eins og Jón í íslenzkt þjóðerni, eða blása sig
upp af gorgeir eins og Helgi Péturss, sem mun gera okkur hlægilega,
hvar sem hann fer. Well, ég þykist hafa fundið svar, fundið takmark -
kastaði því fram í fyrirlestri á Rödkilde í fyrra og fann það sló menn.
Nú er ég smátt og smátt í tómstundum að breikka grundvöllinn,
skoða fortíð og nútíð frá þessu sjónarmiði. Og í fyllingu tímans smelli
ég því út. Og ég trúi, að það geti orðið bæði ,íslenzkum árbókum
happ’ og líka því lifandi þjóðlífi, sem ég met enn meira og helzt seiðir
mig heim, ef ég fengi að halda því öllu áfram. En nú fer ég aftur til
Oxford, og þar verða fyrirlestrarnir tilvonandi einvaldir milli Mikj-
álsmessu og Jónsmessu. Og það verður engin kvöl, því það efni elska
ég. Bara að mér auðnist að láta tilvonandi áheyrendur finna snefil af
því sama.
Vænt þætti mér að eiga von á línu aftur frá þér.
Berðu konu þinni og dætrum kæra kveðju, sömuleiðis Önnu systur
minni með þökk fyrir bréf. Kemst ekki til að skrifa henni nú.
Vertu blessaður,
Þinn
Sigurður Nordal.
Oxford adr.: 5 Walton Well Road.
- þar verða fyrirlestrarnir tilvonandi einvaldir: Hannesar Árnasonar fyrirlestrar svonefnd-
ir, um einlyndi og marglyndi, sem Sigurður flutti í Reykjavík veturinn 1918-19. Þeir
hafa nýlega verið prentaðir, eins og kunnugt er.
5 Walton Well Road,
Oxford, 11. maí 1918.
Kæri vinur,
Kærar þakkir fyrir bréfið. Orð mín um ,makt myrkranna’ voru
fremur meint í spaugi, því þegar ég skrifaði þau, þóttist ég viss í
minni sök. Og of samvizkusamur varstu að eigna þér nokkurn þátt í,
ef ég hefverið hálfórór um, hvað væri að gerast heima stundum. Það
var Ágúst vinur minn, sem málaði íjandann á vegginn í fyrrasumar,