Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 33

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 33
HALLDÓR HERMANNSSON 33 Fyrirgefðu svo þetta mas og þessar hugleiðingar, þú tekur þær eins og þær eru talaðar eða öllu heldur skrifaðar, svona út í bláinn. Með beztu kveðju til konu þinnar, og ég endurtek hugheilar óskir um hamingju við þín störf. Pinn einlægur vinur Halldór Hermannsson undirgamla Jóni beatae memoriae: Jóni (Þorkelssyni þjóðskjalaverði) sællar minningar. - Bók sú eftir Einar Arnórsson, sem vikið er að, er Þjóðréttarsamband Islands og Danmerkur, er út kom 1923. Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 4. des. 1924. Kæri vinur, Bréf þitt frá 19. f.m. fékk ég nýlega og þakka fyrir það, og skal ég ekki láta hjálíða að skrifa þér nokkur orð viðvíkjandi einu atriði, sem þú minnist á í bréfinu, nfl. spjaldskránni. Það tilfinnanlegasta fyrir þann, er leita vildi að einhverju á Landsbókasafninu, var vöntun höfundaskrár, en hins vegar voru þar til, að mig minnir, tvær efnisskrár, raðað eftir Dewey-kerfinu, önnur á lestrarsalnum, en hin á útlánssalnum. Petta virðist mér vera mjög afkáralegt fyrirkomulag, því að á svo litlu safni sem Landsbókasafn- inu má auðvitað komast af með eina efnisskrá, og veit ég ekki af neinu bókasafni, hversu stórt sem það er, sem hefur tvær. Það er ,luxury‘, sem fyrirrennarar þínir hafa fundið upp á ,in their wisdom1, á kostnað höfundaskrár. Ef mig minnir rétt eru nú víst flestöll kortin, eða réttara sagt spjöldin, svo úr garði gerð, að þau má vel nota í höfundaskrá, og því ekkert því til fyrirstöðu að raða þeim þar eftir, og svo ættu báðar skrárnar að standa saman í bókasafnslegu, ef ekki kristilegu, bróðerni á stað, þar sem jafnhægt væri aðgöngu frá lestrarsal sem útlánssal. Pað er í raun og veru betra að hafa spjaldskrána á útlánssalnum, því að þá truflar notkun hennar ekki lesendurna á lestrarsalnum, en ég hygg það muni vera óhægt að koma því við hjá ykkur. Heppilegasta fyrirkomulagið er auðvitað að slengja höfunda- og efnisskrá saman í eina alfabetíska skrá, en því mun ekki verða viðkomið hjá ykkur vegna þess, að efnisskráin er samin eftir Dewey-kerfinu og raðað samkvæmt því. En þar af leiðir þó það gott, að þá má nota hana jafnframt sem hilluskrá (shelf-list), ef þið annars hafið slíka skrá ekki sérstaka. 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.