Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 33
HALLDÓR HERMANNSSON
33
Fyrirgefðu svo þetta mas og þessar hugleiðingar, þú tekur þær eins
og þær eru talaðar eða öllu heldur skrifaðar, svona út í bláinn.
Með beztu kveðju til konu þinnar, og ég endurtek hugheilar óskir um
hamingju við þín störf.
Pinn einlægur vinur
Halldór Hermannsson
undirgamla Jóni beatae memoriae: Jóni (Þorkelssyni þjóðskjalaverði) sællar minningar. -
Bók sú eftir Einar Arnórsson, sem vikið er að, er Þjóðréttarsamband Islands og
Danmerkur, er út kom 1923.
Cornell University Library,
Ithaca, N.Y., 4. des. 1924.
Kæri vinur,
Bréf þitt frá 19. f.m. fékk ég nýlega og þakka fyrir það, og skal ég
ekki láta hjálíða að skrifa þér nokkur orð viðvíkjandi einu atriði, sem
þú minnist á í bréfinu, nfl. spjaldskránni.
Það tilfinnanlegasta fyrir þann, er leita vildi að einhverju á
Landsbókasafninu, var vöntun höfundaskrár, en hins vegar voru þar
til, að mig minnir, tvær efnisskrár, raðað eftir Dewey-kerfinu, önnur á
lestrarsalnum, en hin á útlánssalnum. Petta virðist mér vera mjög
afkáralegt fyrirkomulag, því að á svo litlu safni sem Landsbókasafn-
inu má auðvitað komast af með eina efnisskrá, og veit ég ekki af neinu
bókasafni, hversu stórt sem það er, sem hefur tvær. Það er ,luxury‘,
sem fyrirrennarar þínir hafa fundið upp á ,in their wisdom1, á kostnað
höfundaskrár. Ef mig minnir rétt eru nú víst flestöll kortin, eða
réttara sagt spjöldin, svo úr garði gerð, að þau má vel nota í
höfundaskrá, og því ekkert því til fyrirstöðu að raða þeim þar eftir, og
svo ættu báðar skrárnar að standa saman í bókasafnslegu, ef ekki
kristilegu, bróðerni á stað, þar sem jafnhægt væri aðgöngu frá
lestrarsal sem útlánssal. Pað er í raun og veru betra að hafa
spjaldskrána á útlánssalnum, því að þá truflar notkun hennar ekki
lesendurna á lestrarsalnum, en ég hygg það muni vera óhægt að
koma því við hjá ykkur. Heppilegasta fyrirkomulagið er auðvitað að
slengja höfunda- og efnisskrá saman í eina alfabetíska skrá, en því
mun ekki verða viðkomið hjá ykkur vegna þess, að efnisskráin er
samin eftir Dewey-kerfinu og raðað samkvæmt því. En þar af leiðir þó
það gott, að þá má nota hana jafnframt sem hilluskrá (shelf-list), ef
þið annars hafið slíka skrá ekki sérstaka.
3