Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 39
HALLDÓR HERMANNSSON
39
The Fiske Icelandic Collection,
Cornell University Library,
Ithaca, N.Y., 3. nóvbr. 1928.
Kæri vinur,
Ég hef meðtekið bréf þitt frá 7. okt. Ég hef reynt að koma grein
þinni að í „The Nation“ (New York), en það tókst ekki, eins og þú
sérð af umlögðu bréíi frá meðritstjóranum. Eins og ég sagði við þig í
sumar og eins og ritstjórinn tekur fram, er lík hugmynd engan veginn
nýstárleg. Málið um afvopnun er heldur ekki brýnt núna, eftir að
Kellogg samningurinn hefur fengið svo mikið fylgi, en nú er eftir að
sjá, hvaða árangur hann muni hafa, þegar til kastanna kemur.
Ég skal gjarna reyna að koma grein þinni að í einhverju tímariti, en
ég býst varla við miklum árangri af því, enda held ég, að hún mundi
undir kringumstæðunum vekja heldur litla athygli sem stendur.
Frits Holm þekki ég persónulega, þó ég hafi nú ekki séð hann í fleiri
ár, hann er auðvitað „buffoon11, sem enginn tekur alvarlega. Ég held
hann þykist vera afsprengur af dönsku konungsættinni - á laun.
Með kærri kveðju til þín og konu þinnar,
þinn einlægur
Halldór Hermannsson
Guðmundur var með ákveðnar tillögur um, hvernig koma mætti í veg fyrir styrjaldir,
og lýtur umrædd grein að því efni. Frits Vilhelm Holm hafði þetta ár, 1928, birt grein
um sama efni.
The Fiske Icelandic Collection,
Cornell University Library,
Ithaca, N.Y., 8. des. 1930.
Kæri vinur,
Þér mun kannske þykja seint um efndirnar hjá mér, en þær koma
þó að lokum, að minnsta kosti að nokkru leyti. Þú kvaðst þig vanta
Islandica XV, XVI og XIX. Ég sendi þér nú í krossbandi XV og
XVI, en því miður getum við ekki látið þig fá XIX, því að upplagið
er lítið og það hefur gengið meira upp af því en hinum.
Ekki tókst ykkur, að því er ætla má af blöðunum, að koma í veg
fyrir leikhúsbygginguna í nágrenni Safnahússins. Það var mjög
leiðinlegt og mun valda miklum óþægindum og óprýði í framtíðinni,