Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 40

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 40
40 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA en mér finnst nú sjaldnast landar okkar líta langt fram í tímann; þeir virðast vera augnabliksbörn, nema þegar þeir eru að reyna að setja klukkuna aftur á bak eða hlaupa eftir einhverri villu- og villiteoríu austan af Rússlandi. Ég komst yfir sjaldgæfan grip á dögunum handa Fiske-safninu, Catechismus Palladíusar frá 1576. Það er víst unicum. Hissa varð ég á dögunum, þegar ég las í einhverju blaðinu, að íslendingar ætluðu að verða félagar í einhverju alþjóða höfunda- eða bókmenntafélagi- og ætluðu að „kvalificera“ með útdráttum úr ritum Helga Péturss! Maður skyldi ætla, að þeir væru að reyna að komast inn á einhverja alþjóðar- „dárakistu“. Ef við höfum ekkert annað að bjóða útlendingum upp á en rit Helga Péturss - ættum við að loka andansbanka og gerast gjaldþrota. Þvílík ódæma vitleysa! Fyrirgefðu masið. Beztu kveðju til þín og konunnar, þinn einlægur, Halldór Hermannsson. Nú minnist ég þess, að ég vildi gjarna gera fyrirspurn til þín viðvíkjandi eintaki Landsbókasafnsins af Havermanns Christilegar Bænir, Skálholti 1696. Hefur það eintak tileinkun frá bp. Þórði til Ragnheiðar biskupsekkju, mágkonu hans? Okkar eintak vantar það. H.H. The Fiske Icelandic Collection, Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 11. febr. 1931. Kæri vinur, Beztu þakkir fyrir bréf þitt og upplýsingarnar (ásamt blaðinu) um Havermann’s bænir frá 1696. Þórður biskup hlýtur að hafa bætt þessari tileinkun við eftir að formálinn var settur, því að í okkar eintaki er tileinkunin ekki talin með í sig. A, þar byrjar formálinn aftar á titilblaðinu og „catchword“ á síðustu síðu hans er „Sunnu-“, sem sýnir, að textinn á að byrja þar strax á eftir. En síðasta blaðsíða tileinkunarinnar hefur líka „Sunnu-“, sem „catchword“ (ég man ekki orðið yfir þetta á íslenzku). Eða er ekki svo í ykkar eintaki?

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.