Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 42
42
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
reyndar hafl þetta kannske verið svo í öðrum skólum í ríkinu. En
hann veit auðsjáanlega ekki, að þetta var svo ekki eingöngu í ríkinu
danska, heldur í allri vestrænni menningu — eins hér í Ameríku sem
annars staðar, og drap að lokum forntungnanámið. Það er leiðinlegt,
þegar menn, sem hafa ekki víðara sjónarsvið eða betri sögulegt
„perspektiv“, hafa þá fordild, að þykjast geta ritað endurminningar.
Og svo er málið hjá honum þannig, að hver hálfdrættingur mætti
fyrirverða sig, svo sem orðskrípið „vanþykkja“. Pað hef ég aldrei
heyrt eða séð á prenti og get ekki betur séð en sé rangt myndað í þeirri
merkingu, sem hann brúkar það.
En í sambandi við þetta dettur mér í hug áætlun Bmfél. að gefa út
ævisagnabók ísl. (Dict. of biography). Hugmyndin er ágæt, og þetta
er mesta þarfaverk, en nú er allt komið undir því, hvernig fram-
kvæmdin verður. Því miður virðist mér, að allt það, sem horfir til
ævisagnaritunar, standi á svo lágu stigi meðal vor sem mest má
verða. Og það virðist heldur versna en batna. Aldrei hafa æviminn-
ingar í blöðum verið væmnari og verri en nú. Þær eru venjulega í
þeim afkáralegasta líkræðustíl. Og þessa kennir ekki sjaldan annar-
staðar. Það verður að gæta þess að varast þetta sem mest í
ævisagnabókinni. Þið takið auðvitað enga lifandi menn upp í hana,
og þið verðið að hafa góðan ritstjóra með smekk og eftirgangssemi við
menn. Það verður annars gaman að sjá, hvernig þetta gengur, því að
þetta mun vera fyrsta fyrirtækið á íslenzku, þar sem margir menn
eiga að vinna saman.
Fyrirgefðu svo masið.
Með beztu kveðju til þín og konu þinnar,
þinn einlægur
H. Hermannsson
acromegaly: ofvöxtur í andlits- og útlimabeinum. - Skólaendurminningar Finns: Finns
Jónssonar prófessors.