Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 49
HALLDÓR HERMANNSSON 49 Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 8. des. 1937. Kæri vinur, Það á varla vel við núna, þegar hátíðirnar nálgast og ríkir friður á jörðu og góðvild til manna (samkvæmt guðspjöllunum, en ekki dag- blöðunum), að ég skuli setjast niður og skrifa þér það, sem á gamalli góðri íslenzku heitir skammarbréf-, en það er nú samt það, sem ég ætla að gera. Og ástæðan til þessa er ritdómur þinn, sem ég nýlega las í Morgunblaðinu um hina nýju facsimile útgáfu Munksgaards af Sæmundar Eddu. Petta er sú allra óheppilegasta af þessum útgáfum hans, og henni ætti ekki að hrósa, heldur ber að víta hana stranglega. Svo merkilegt handrit sem þetta er ætti að gefa út með öllum þeim tækjum og þeirri reynslu, sem til er á því sviði, og gera hana að öllu sem líkasta handritinu sjálfu, og það var einmitt það, sem reynt var að gera í útgáfu þeirra Wimmers og Finns. Pað er svo langt frá því, að þessi nýja útgáfa taki henni fram, að hún stendur á baki henni bæði að útliti og jafnvel að læsileik. Það er óvönduð, kæruleysisleg afmyndun, þar sem ljósmyndarinn og prentarinn hafa farið sínu fram, en enginn handritaþekkjari eða smekkmaður hefur komið nærri. Og svo kostar þessi útgáfa 300% meira en fyrri útgáfan. Það er ekki rétt að tæla íslendinga til að kaupa hana. Það má lofa Munksgaard fyrir það, sem hann gerir vel, en ekki fyrir það, sem hann gerir illa. Þessar útgáfur eru alltof dýrar, og þær eru svo dýrar, af því útgefandinn gefur vinum sínum og vildarmönnum eintök, en söfn, sem kaupa þær, eins og t. d. Fiskesafnið hefur orðið að gera, borga brúsann, og það á kostnað annarra bóka um íslenzk efni. Ég komst að því í fyrra sumar í Höfn, að eintök þau, sem söfn á íslandi fá, fyrir þau borgar Sambandssjóðurinn í Höfn. Ég held ég eigi upptökin að þessum facsimile útgáfum, því að þegar ég var við Árnasafn 1925-26, stakk ég upp á því, að Árnanefndin reyndi að fá fé af því opinbera eða Carlsbergssjóði til þeirra og skyldi byrjað með Staðarhólsbók eða Konungsbók af Grágás í tilefni af Alþingishátíðinni. En þverhöfði eins og Finnur var taldi hann öll tormerki á því og þverskallaðist við því, af því að hann átti ekki sjálfur frumkvæðið að því. Samt fór svo, að Sambandssjóður gaf út íslendingabók og tileinkaði sjálft ritið (ekki útgáfuna) Alþingi íslendinga, sem var í sjálfu sér hneyksli, því að enginn hafði rétt til að tileinka rit Ara nema Ari sjálfur. En Munksgaard tók upp hugmynd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.