Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 50
50 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA ina, hygginn og kænn kaupsýslumaður eins og hann er, og fyrir það á hann lof og heiður skilið. En ég er ekki viss um, þegar til lengdar lætur, að við höfum mikinn hagnað af henni. T. d. Fiskesafnið hefur orðið að hætta að kaupa hana, því að hún tekur alltof mikið af fé því, sem það hefur til bókakaupa, og svo hygg ég, að vera muni um önnur bókasöfn; þar stendur valið á milli þessara útgáfna og annarra íslenzkra bóka eða rita um íslenzk efni. Þetta munt þú vel geta skilið sem bókavörður. Ég vil ekkert skrifa um þetta opinberlega, þetta sem ég skrifa hér, er inter nos. En þetta er mál, sem fyrr eða seinna hlýtur að koma á daginn, og því sýnist mér ekki vel eiga við að bera lof á Munksgaard fyrir þessa síðustu útgáfu hans. Það er bezt að hafa vaðið fyrir neðan sig ætíð, þegar svona stendur á. Og svo skal ég hætta að láta skammirnar dynja, því að eins og nú stendur þarna heima hjá ykkur, fáið þið nóg af þeim og of mikið — í pólitíkinni og öllu öðru, og sný mér því til friðarboðskaparins og sendi þér kæra kveðju mína með óskum um gleðileg jól og gott og friðsamt nýjár, og er ætíð þinn einlægur Halldór Hermannsson inter nos: okkar í milli. Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 14. feb. 1938. Kæri vinur, Þú hefur safnað glóðum elds yfir höfuð mér. Eftir ávítur þær, sem ég sendi þér í síðasta bréíi, sendir þú mér heillaóskir og skrifar vingjarnlega grein um mig í „Vísi“ í tilefni af því, að nú eru ellimörkin að færast yfir mig með byrjun sjöunda tugarins. Ég þakka þér auðvitað sem bezt fyrir þetta, þó mér finnist þú hafa borið meira lof á mig en ég verðskuldaði. En þú og aðrir bera ábyrgð þeirra orða. Ég mundi varla eftir deginum, og því kom mér allt þetta nokkuð á óvart. Það hefur dregizt nokkuð fyrir mér að senda Landsbókasafninu tímarit þau, sem það fær frá mér, en nú hef ég sent öll þau hefti fyrir

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.