Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 60
60
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
Halldór Hermannsson Stefán Einarsson
Richard Beck
tungutök hennar á íslenzku. Oft hef ég hugsað til þín, þegar mig hefur
skort orð, eins og t. d. nú í fónologíunni nýju (phonology er
phonemics til aðgreiningar frá phonetics, sem Jón Ófeigsson og ég
eftir honum kallaði hljóðfræði). í phonetics= hljóðfræði, er hljóð=
Sproglyd, sound, en í phonology heitir samsvarandi eining phonem-
fonem. Hvað ætti það að heita á íslenzku? Kannske þú viljir grein um
íslenzka fónólógíu til þess að geta þýtt hugtökin á íslenzku? Ég ætti að
vita meira um hana en um amerískt háskólalíf.
Þú spyrð um hvað ég hafi verið að rita: ég hef verið að hreinskrifa
greinar um Benedikt Gröndal (á ensku), Guðmund Friðjónsson og
Einar Kvaran. Ég á orðið allmikið efni um alla prósahöfunda, hvenær
sem ég kem því í heild. En ef ég skyldi deyja frá því, þá er þó nokkuð
af því í þessum tímaritsgreinum um þá, sem ég hefverið að smápeðra
úr mér.
Ég var annars forframaður í haust og gerður að Associate professor
(2. nóv.) í ensku, þótti mér vænt um það, þótt ekki breytti það að
öðru leyti högum mínum. Satt að segja bjóst ég ekki við neinu þess