Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 64

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 64
64 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Hinar bækurnar hef ég fengið sem desk copies fyrir sjálfan mig ókeypis að sinni. Það getur nú reyndar verið, að ég verði rukkaður um verð fyrir þær, sem ég hef sett verð í hornklofa, - þegar útgef. sjá, að ég panta engar bækur fyrir stúdenta mína, því ég kenni ekki composi- tion hér. En það er engin ástæða til að rukka ykkur um það þangað til, kannske koma reikningarnir aldrei. Ég bið þig að láta þessa $ 3.- ganga til Bókmenntafél., ef ég skulda fyrir bækur, annars til Eimreiðarinnar (og ef ég skyldi senda ykkur reikn. síðar, þá til Fornleifafélagsins). Ég lét senda bækurnar í þrem pökkum yfir England, því ekki er hægt að senda póst heim með íslenzku skipunum. Ég spurðist fyrir, hve mikið mundi [kosta] að senda pakka í fragt, og fékk það svar, að minnsta gjald væri um $ 8 - og auk þess amk. $ 3 - fyrir fyrirhöfn í New York. Ég vona, að bækurnar komi til skila og verði að gagni. Okkur hér líður vel. Með beztu óskum og beztu kveðjum, þinn Stefán Einarsson The Johns Hopkins University, Baltimore, Maryland. Febr. 12. 1941. Kæri vinur, Nú er alllangt síðan ég sendi þér bækur um stylistics eftir beiðni þinni; vona ég, að þær hafi komið til skila, þótt ég hafi ekki heyrt neitt frá þér. Bækur Bókmenntafél. hafa ekki komið til mín og ekki til safnsins, hvað sem af þeim hefur orðið; ég hef fengið nokkrar bækur að heiman með skilum. Ég sendi þér hér með fáeinar línur í Skírni. Með beztu óskum um betra ár, þinn Stefán Einarsson

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.