Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 68

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 68
68 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA The University of North Dakota Grand Forks, 29. marz 1936 Department of Scandinavian Languages Kæri dr. Guðmundur Finnbogason, Ég er nú búinn að vélrita grein mína um Pope og íslenzkar bók- menntir, og vil ég ekki draga að senda hana, þó ritdómarnir, sem áttu að fylgja, séu ekki alveg tilbúnir; en þeir koma innan fárra daga, því ég sendi þá í vikulokin. En því urðu þeir síðbúnir, að lengur tók að fá bók Seatons: Literary Relations of England and Scandinavia in the 17th Century heldur en ég hafði búizt við; en hún er nú komin. Mér reiknast til, að greinin verði í kringum örk, eins og þér töluðuð um (16—18 bls.), og vona ég, að yður falli hún í geð. Eins og þér sjáið, hefi ég haldið stafsetningu á tilvitnunum úr eldri ritum, og hafið þér fullt leyfi mitt til að breyta þeim til nútíðarmáls, efyður þykir betur fara. Með beztu kveðjum. Yðar einlægur Richard Beck The University of North Dakota Grand Forks, 5. apríl 1936 Department of Scandinavian Languages Kæri dr. Guðmundur Finnbogason, Hér með sendi ég yður umtalaða ritdóma í Skírni; eru þeir eins og ég gaf í skyn um bækur dr. Kelchners og Miss Seatons, og að auk um ritgerð Allens, sem að vísu er gölluð, en hefir þó ýmsan fróðleik að flytja. Vona ég, að þér verðið ánægðir með ritdóma þessa, því ég hefi vandað til þeirra. Mér skilst, að þér ráðstafið æði löngu fyrirfram efni í Skírni ár hvert, vil ég því gerast svo djarfur og spyrja, hvort yður myndi nokkur þökk á ritgerð frá mér um Milton og samband hans við íslenzkar bókmenntir, vitanlega með sérstöku tilliti til þýðingar séra Jóns á Paradísarmissi. Séra Matthías þýddi auk þess kafla úr Samson Agonistes eftir Milton og skrifaði smágreinar um hann. Ég held, að þetta gæti orðið fróðleg ritgerð. Þá er annað mál, sem mig langar til, að bera fram fyrir yður sem forseta Bókmenntafélagsins. J. Magnús Bjarnason, sagnaskáldið okkar góðkunna hér vestra, er sjötugur seinni partinn í maí næst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.