Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 73
RICHARD BECK
73
The University of North Dakota
Grand Forks, 30. janúar 1939
Department of Scandinavian Languages
Kæri dr. Guðmundur Finnbogason,
í sérstökum böggli sendi ég yður sérprent af ritdómi mínum á
ensku um íslendinga yðar, sem ég skrifaði fyrir löngu síðan, en beið
byrjar hjá tímaritinu (The Journal of English and Germanic Philology)
vegna rúmleysis. Einnig sendi ég yður eintak af vikublaðinu Heims-
kringlu með ritdómi mínum um Mannfagnað yðar; en svo illa tókst til,
að nokkrar línur féllu úr ritdóminum í prentun, og leiðrétti ég það í
næsta blaði; fylgir leiðréttingin ritdóminum.
Þér megið fastlega eiga von á ritgerð og nokkrum ritdómum frá
mér í Skírni, og skal ég senda það í fyrra lagi. Ég vona, að þér hafíð
fengið sérprent og annað, sem ég sendi Landsbókasafninu snemma í
fyrra vor.
Með beztu kveðjum.
Yðar einlægur
Richard Beck
P.S. Ég mun einnig senda yður til umsagnar á næstunni Bókmenntasögu Norðurlanda á ensku,
sem ég er meðhöfundur að.
R.Beck
The University of North Dakota
Grand Forks, 22. apríl 1939
Department of Scandinavian Languages
Kæri dr. Guðmundur Finnbogason,
Hér með sendi ég yður ritgerðina í Skírni, ásamt einum ritdómi;
vona ég, að þér fáið þetta með skilum og teljið hvorutveggja
flutningsfært. Ég ætlaði að senda yður fleiri ritdóma, en er smeykur
um, að mér vinnist ekki tími til þess að sinni.
í sérstökum böggli sendi ég yður einnig til eignar og umsagnar
Bókmenntasögu Norðurlanda á ensku, sem ég er meðhöfundur að og
nýlega kom út hér vestra. Vil ég biðja yður, að taka eftir því, eins og
segir í formálanum, að ég lauk við íslenzku kafla bókarinnar um
áramótin 1933-34, og var hún þá sett.