Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 75
RICHARD BECK
75
The University of North Dakota
Grand Forks, 16. jan. 1940
Department of Scandinavian Languages
Kæri dr. Guðmundur Finnbogason,
Beztu þökk fyrir vinsamlegt bréf yðar frá 24. nóvember og
meðfylgjandi ávísun á Bókmenntafélagið. Það kemur sér vel fyrir
mig, að geta notað hana heima á íslandi.
Þá vil ég þakka yður kærlega fyrir prýðilega meðferð á því, sem ég
sendi yður í Skírni; mér þykir hann Qölbreyttur að efni og aðrar bækur
Félagsins í ár hinar prýðilegustu. Mér þótti vænt um að sjá, að fram
komu á ársfundi Félagsins mótmæli gegn óréttmætum árásum á það;
er ég að hugsa um að skrifa grein um bækar þessa árs og gildi útgáfu-
starfsemi félagsins og senda hana einhverju blaðinu. Ég skal með
mikilli ánægju senda yður á næstunni arkargrein um Hardy. Hann
hefir lengi verið einn af þeim höfundum, sem ég hefi haft miklar
mætur á. Ég læt kannske einhverja ritdóma fljóta með.
Með beztu kveðjum.
Yðar einlægur
Richard Beck
Þjóðræknisfélag íslendinga
í Vesturheimi
9. júní 1940
Kæri dr. Guðmundur Finnbogason,
Ég hefi dregið að skrifa yður vegna þess, að ég hafði von um að geta
sent yður greinina um Hardy. Vegna aukinna starfa, sem hlaðizt hafa
á mig í vetur, getur þó ekki orðið af því, og bið ég yður mikillega
afsökunar. Að dr. Rögnvaldi Pétursson látnum féllu á mínar herðar
sem vara-forseta Þjóðræknisfélagsins ýms aukastörf; svo var ég á
ársþingi félagsins seinni partinn í febrúar kosinn forseti þess, og hefir
það eðlilega ýms störf, sérstaklega miklar bréfaskriftir, í för með sér.
Ég vona, að ég geti bætt Skírni þetta upp næsta ár.
Með beztu kveðjum og óskum.
Yðar einlægur
Richard Beck