Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 91

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 91
LANDSBÓKASAFNIÐ 1985 91 Flokkur 1985 Handrit léð á lestrarsali........... 2 092 Lesendur í lestrarsölum............. 12 219 Útlán bóka og handrita.............. 1293 Lántakendur......................... 248 í Árbók 1984 var ranglega skýrt frá heildartölu lesenda í lestrarsölum, átti að vera 13.188. STARFSLIÐ Einar G. Pétursson var skipaður deildar- stjóri þjóðdeildar frá 15 janúar 1985. Gísli Ragnarsson var skipaður bókavörður frá 1. ágúst. Gunnar Heiðdal var skipaður húsvörður Safnahússins frá 1. apríl. Heiðmar Jónsson var í maí ráðinn aðstoðarmaður í Vs> stöðu á myndastofu safnsins. Stöðu Sjafnar Kristjánsdóttur í handritadeild safnsins var breytt úr % í % stöðu. Nýrri stöðu í þjóðdeild var skipt mill Bryndísar ísaksdóttur og Tómásar Helgasonar. Jeffrey Cosser lét í októberlok af starfi sínu í Landsbókasafni, samkvæmt eigin ósk. Vér þökkum Jeffrey vel unnin störf á liðnum árum. Laufey Þorbjarnardóttir var ráðin bókavörður í V2 starfi frá 1. nóvember 1985 að telja, en hafði unnið frá því í september í tímavinnu við safnið. Guðrún Eggertsdóttir bókasafnsfræðingur var lausráðin bókavörð- ur í !/2 starfi frá 28. október að telja. Stefanía Júlíusdóttir lét af starfi sínu í Landsbókasafni 15. desem- ber, er hún tók við embætti bókafulltrúa ríkisins. Vér þökkum Stefaníu vel unnin störf á liðnum árum. Nanna Ólafsdóttir varð sjötug 28. janúar 1985, en hélt stöðu sinni til ársloka. Vér þökkum henni vel unnin störfí handritadeild safnsins á liðnum árum.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.