Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN
BÆKURERU
LÍKfl MATUR
Hörð viðbrögð bóksala við að þekktir stórmarkaðir í sölu
matvara selji bækur á kostnaðarverði tímabundið - og að
matvöruverslanir skuli yfir höfuð vilja upp á dekk í bók-
sölu - ber vott um lítinn skilning þeirra á frjálsum við-
skiptaháttum. Viðbrögðin sýna líka skort á framsýni.
Vilji þeir, sem skrifa bækur og gefa þær út, selja bæk-
ur verða þeir að hafa þær til sölu þar sem lesendur og
neytendur vilja nálgast þær. Svo einfalt er það. Ef fólkið
fer ekki til bókanna verða bækumar að fara til fólksins
sé á annað borð vilji til að selja bækur. Bækur em ekki
undanskildar lögmálum markaðarins fremur en aðrar
vörnr.
Án lesenda og kaupenda verða bækur, blöð og tímarit
ekki til. Vilji lesendur fá dagblöð og tímarit send heim til
sín þá er það aðferð markaðarins við að dreifa vömnni.
Vilji lesendur kaupa bækur í matvörubúðum þá eiga þær
að vera þar á boðstólum. Um þetta sér raunar markaður-
inn fái hann að vera frjáls.
Útgefendur bóka á íslandi hafa í áratugi eðlilega haft
nána samvinnu við bóksala. En því miður hefur verið
njörvað niður kerfi þar sem sama verð er á sömu bókinni
í öllum bókabúðum um allt land þótt álagning eigi að
heita frjáls. Verðsamkeppni á milli bókabúða hefur eng-
in verið. Lengi vel áttu aðrir kaupmenn en bóksalar líka
mjög erfitt með að komast inn á bókamarkaðinn.
Flestar bækur em gefnar út fyrir jólin vegna þess að
sala bóka er nánast öll fyrir jólin. Fyrir vikið er erfitt að
halda úti sérhæfðri bókabúð allt árið, búð sem lifir ein-
göngu á sölu bóka. Fyrir vikið er líka erfitt að hindra
markaðinn í að koma með fyrirbærið jólabókabúðir, búð-
ir sem selja bækur í skamman tíma, rétt eins og hann
kemur ekki í veg fyrir að bækur séu fyrst og fremst
gefnar út fyrir jólin.
Þá er það afslátturinn. Er ekki frjáls verðálagning á
vömm og þjónustu í landinu? Á að banna kaupmanni að
vera með lága eða enga álagningu á einstaka vömm?
Hver á að banna honum það? Og á það ekki að ná til
bókarinnar eins og annarra vömtegunda? Varla er slíkt
bann í anda frjálsrar samkeppni og verslunar. Það er
kaupmennska að draga til sín viðskiptavini með því að
gera vel við þá - gera helst betur en keppinautarnir.
Heimurinn er að breytast í verslun og viðskiptum -
neytendum í hag. Múrar em að falla í verslun á milli
landa fyrir tilstuðlan fríverslunarsamtaka eins og GATT.
Frelsi til að selja er að aukast, líka á íslandi. Framundan
em til dæmis breytingar á sölu áfengis og lyfja sem gefur
fleimm kost á að selja slíkar vömr.
Þess vegna verður framsýni og frelsi að fá að njóta sín í
bóksölu á íslandi. Það er í þökk rithöfúnda, útgefenda,
prentara og ekki síst lesenda. Bækur eiga að fást í mat-
vörubúðum, á bensínstöðvum og hjá öllum sem vilja
selja þær. Bækur eiga að fást sem víðast sé það ósk
neytenda, krafa markaðarins.
Gleymum því heldur ekki að bækur em líka matur -
þær em andlegt fóður.
■HHHHHHHIBIH
WHBBBBBIWWW
ISSN 1017-3544
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir —
UÓSMYNDARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Túnaritið er gefið út í
samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Armúlí 18, sími 812300, Auglýsingasúm 875380 —
RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, súni 875380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson —
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.995 kr. fyrir 6.-10. tbl. eða 499 kr. á blað nema 100 stærstu er á
999 kr. — 10% lægra áskriftarverð, 2.695 kr., ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 599 kr. —
SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf. — Öll réttmdi áskilrn varðandi efiii og myndir.
5