Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 30
ERLEND VEITINGAHUS
LA TANTE CLAIRE
Besta franska veitingahúsið í London
heimsborg og þar má finna veitinga-
hús sem hafa á boðstólum mat alls
staðar að úr heiminum. í London eru
frábærir indverskir, kínverskir,
grískir, ítalskir og franskir veitinga-
staðir.
FRÁBÆRIR FRANSKIR
Það er löng hefð fyrir því að fransk-
ir matreiðslumenn hafi starfað í Eng-
landi. Fyrstu erlendu veitingahúsin í
London voru einmitt frönsk og enski
aðallinn hafði jafnan franska mat-
reiðslumenn í sinni þjónustu. Eng-
lendingar hafa jafnan verið miklir að-
dáendur franskrar matargerðarlistar.
Á ári hverju þyrpast þúsundir Breta
yfir sundið til Frakklands og á hverju
ári kemur út í Englandi fjöldi bóka um
frönsk vín og matargerðarlist.
PIERRE KOFFMANN
Einn þeirra frönsku meistara, sem
starfa í London, er Pierre Koffmann.
í æsku átti hann sér þann draum, eins
og svo margir ungir drengir, að verða
lestarstjóri. Þegar hann var kominn á
fullorðinsár, hugðist hann verða bak-
ari en atvikin höguðu því svo að hann
lærði matreiðslu. Að hætti ungra
manna hafði Koffmann áhuga á að
starfa erlendis og fékk hann vinnu í
London hjá hinum þekktu veitinga-
mönnum Roux bræðrum sem reka
veitingahúsið Le Gavroche og The
Waterside Inn. Fljótt kom í ljós að
Pierre Koffmann var enginn venju-
legur franskur matreiðslumaður,
heldur hreinn snillingur. Koffmann er
ekki fylgismaður hins svo kallaða nýja
franska eldhúss, heldur hins gamla
klassíska.
LA TANTE CLAIRE
Þeir Roux bræður vildu endilega
halda Koffmann í London. Þar sem
hann hafði ekki hugsað sér að vinna
lengi sem venjulegur, óbreyttur mat-
Einn þeirra frönsku meistara, sem starfa í London, er Pierre Koffmann.
Hann kann handbragðið til fulls, er eins og góður fiðluleikari sem hefur fulla
stjórn á hljóðfæri sínu.
nLondon er fjöldi frábærra veit-
ingahúsa. Áð vísu er sagt að
vinir okkar Bretar séu ekki
miklir matargerðarmenn. Á sínum
tíma sögðu Frakkar að það skipti
Breta meira máli með hverjum þeir
borðuðu en hvað þeir legðu sér til
munns. London er gömul og gróin
I