Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 31

Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 31
reiðslu maður hjálpuðu þeir honum til að opna veitingastað í London. Þetta nýja veitingahús fékk nafnið LA TANTE CLAIRE. Eins og áður sagði matreiðir Koffmann samkvæmt hin- um klassísku gildum í franskri matar- gerð. Ein ástæðan fyrir því að þessi tegund matargerðar er á undanhaldi er hversu tímafrek hún er. Það tekur upp undir sex klukkutíma að matreiða hvem rétt og ijómi, vín og ýmislegt annað gott er mikið notað í matar- gerðinni. Pierre Koffmann hefur ekki slakað á neinu í þessum efnum, þó svo að hann hafi aðlagað hana nokkuð að starfsemi nútíma veitingahúss. La Tante Claire varð fljótt eitt af vinsæl- ustu veitingahúsunum í London og hálfgert musteri sælkera borgarinn- ar. fylltur grísafótur Matseðillinn á La Tante Claire er eins og matseðill á frönsku veitinga- húsi úti í sveit en ekki frönsku veit- Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um þekkta erlenda bisnessveitinga- staði fyrir Frjálsa verslun. ingahúsi í erlendri stórborg. Þessa matargerð kalla sumir franska sveita- eldhúsið og er hún einmitt í tísku um þessar mundir. Munurinn er sá að á veitingahúsi Koffmanns er stunduð frönsk matargerð eins og hún gerist best, hann kann handverkið eitt hundrað prósent, eins og góður fiðlu- leikari sem hefur fulla stjórn á hljóð- færi sínu. Helsta einkenni rétta Koff- manns er bragð þeirra, í þeim efnum er hann snillingur. „Þú færð hvergi betri mat en á La Tante Claire,“ segja margir. Of langt mál væri að telja upp réttina á matseðlinum en á a la carte seðlinum eru margir klassískir réttir sem hafa verið þar ár eftir ár sem gestirnir krefjast að séu ávallt til. A hverjum degi er sérstakur dagseðill sem er yfirleitt á mjög sanngjömu verði, eða 25 pund, og jafnan mjög spennandi. Meðal rétta á a la carte seðlinum er fylltur grísafótur sem tekur sex tíma að matreiða. Þessi réttur er mjög sérstakur og sérlega góður. Þá er villibráð ávallt á seðlin- um þegar hún er fáanleg og öndin er víðfræg. Vínlistinn er ljómandi en vín- in eru frekar dýr — vín hússins em þó á góðu verði og ljómandi góð. Að mínu mati og margra annarra er La Tante Claire besta franska veitinga- húsið í London. Aðdáendur franskrar matargerðarlistar verða ekki fyrir vonbrigðum með að heimsækja þenn- an frábæra stað. LA TANTE CLAIRE, 68 ROYAL HOSPITAL ROAD SÍMI: 352 6045. TÖiA/ ^-'APPbl Eigum á lager flestar gerðir af töluupappír t • M

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.