Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 38

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 38
ARAMOTAHEIT um, eða greiðslukortinu, um hver mánaðamót. Byggðu líka upp varasjóð, öryggis- sjóð, sem nemur að minnsta kosti 6 mánaða launum þínum. Þetta er áhættusjóður. Atvinnuöryggi er að minnka og starfsmenn geta ekki leng- ur treyst því jafn vel og áður að vera í vinnu hjá atvinnurekendum sínum um aldur og ævi. Störf eru ekki jafn trygg lengur og verða enn ótryggari á næstu árum. Vertu viðbúin(n) að þurfa að stofna fyrirtæki til að fá vinnu. TJtlit er fyrir að fólk þurfi í stórauknum mæli að setja á laggirnar h'tinn eigin rekstur til að skapa sér vinnu. Vaxtarbroddur atvinnulífs á íslandi er í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar verða atvinnutækifæri framtíðarinnar. Þau verða örugglega ekki hjá ríkinu þótt þau hafi verið þar á undanförnum ár- um - skattborgurum til mikillar ar- mæðu. Hafðu hugfast að kynslóðin, sem nú er ung og miðaldra á íslandi, getur ekki vænst sama hagvaxtar og sú kynslóð upplifði sem er að komast á eftirlaun. Framvegis verða breyting- ar hægar og stöðugleiki meiri. Það verður minna um lottó- og happ- drættisvinninga í atvinnulífi. Við bendum á að ýmsir góðir kostir bjóðast nú í spamaði. Þar ber sér- staklega að nefna hina frjálsu lífeyris- sjóði, (séreignasjóðina), hefðbundna verðbréfsjóði verðbréfafyrirtækj- anna og hlutabréf. Mundu að gamla reglan um að aukin áhætta fylgi hækkandi ávöxtun er enn í gildi. Gleymdu því aldrei. Ráðfærðu þig við starfsmenn verðbréfafyrirtækjanna um þá kosti sem bjóðast. Gefðu líka gaum að sparnaðarform- um sem lækka skattana þína. Hluta- bréfakaup og innlegg á húsnæðis- sparnaðarreikninga veita skattaaf- slátt. Gerðu samt ráð fyrir að öll að- stoð hins opinbera við einstök sparnaðarform hverfi frekar en hitt á næstu árum. Spumingin, sem brenn- ur á skattborgurum, er þessi: Hvers vegna eiga þeir að greiða með spam- aði vel stæðs fólks? Sparnaður er fljótur að vinda upp á sig. Dæmi: Sá, sem leggur fyrir 25 þúsund krónur á mánuði í 20 ár í sér- eigna-lífeyrissjóð getur vænst þess að fá útborgað um 107 þúsund krónur á mánuði í 10 ár á eftirlaunaaldrinum, miðað við 5% raunávöxtun. Sé sama upphæð lögð fyrir í 30 ár á sömu for- sendum fást um 215 þúsund krónur á mánuði í 10 ár á eftirlaunaaldrinum. Byrjaðu strax að spara. Niðurstaðan er þessi: Skipulagður spamaður er fyrirtaks áramótaheit. Láttu verða af því að spara á nýju ári. 3. KAUPTU LÍF- TRYGGINGU lán hafa einnig aukist í þeirri efna- hagslægð sem þjóðin hefur gengið í gegnum síðastliðin sex ár. Það er fýrst og fremst ungt og mið- aldra fólk, sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, sem bera þungann af auknum skuldum heimil- anna á síðustu ámm. Hjón, með skuldugt heimili og stóra fjölskyldu, ættu tvímælalaust að fá sér líftrygg- ingu svo fjölskyldan standi ekki ber- skjölduð falli annað hvort hjónanna frá, þurfi til dæmis ekki að selja hús- næði eða binda endi á framhaldsnám bama. Margir miða upphæð líftryggingar- innar við þær skuldir sem hvfla á heimilinu. Séu menn líftryggðir eiga þeir kost á að ákveða það sjálfir hverj- ir fái bætumar. Mörg hjón hafa þann háttinn á að makinn fær alla líftrygg- inguna en bömin ekkert. Upp á þetta er þoðið í skilmálum tryggingafélag- anna. Þörfin fyrir líftryggingar er breyti- leg eftir aldri. Þörf fyrir líftryggingar- Það er gott ára- mótaheit að kaupa sér líftryggingu og huga almennt að trygginga- málum sínum. Margir í viðskiptalífinu eru einyrkjar, í vinnu hjá sjálfum sér, og hafa þess vegna ekki upp á aðra að stóla komi eitthvað fyrir. Líftr- yggingar em ódýrari en margur hyggur. Að sjálfsögðu er það með þessa tryggingu eins og aðrar, enginn vonast til að á hana reyni. Á undanförnum tíu ámm hafa skuldir heimilanna í landinu margfaldast. Ástæðan er fyrst og fremst dýr lán við að koma sér upp góðu húsnæði. En neyslu- Ef þú ert með skuldugt heimili og framfærir stórri fjölskyldu er áramótaheitið gulltryggt; líftrygging. Við minnum líka á stóraukna möguleika í pers- ónutryggingum þar sem hægt er að tvinna líf-, tekju- og sjúkratryggingum saman við lífeyris- greiðslur. Þörfin fyrir líftryggingu minnkar með aldrinum þegar vægi lífeyrisgreiðslna verður meira. Skuldir heimila eru miklar og úrþeim mun ekki áraga á næstu árum. Efþú skuldar mikið og ert með stóra fjölskyldu kauþtu þá líftryggingu 38

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.