Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 61
Knútur Friðriksson í sölu notaðra bíla hjá Jöfur hf. í Kópavogi notar Macintosh. Hann
geymir þar skrá yfir bíla í eigu Jöfurs, sem eru til sölu, og skrá yfir bíla í umboðssölu.
áberandi félagslegum breyt-
ingum 20. aldar er sam-
þjöppun byggðar um víða
veröld þar sem fólk flytur úr
strjálbýli til að búsetja sig
umhverfis þjónustukjama.
Þjónustustöðvum og þjón-
ustustörfum hefur fækkað í
kjölfar fólksfækkunar í
strjálbýli.
Skipulagsbreytingar í
landbúnaði hafa hraðað
þessari þróun. Um miðbik
og í nyrðri hluta Svíþjóðar er
að finna flest vandamál sem
tengjast fólksfækkun í
strjálli byggðum, bæði at-
vinnuleg og félagsleg. Hafa
sænsk stjórnvöld, ásamt
sveitarfélögum, staðið fyrir
sérstökum byggða- og
svæðaverkefnum í því skyni
að hefta fólksflóttann og
auka atvinnumöguleikana.
Eitt slíkt byggðaverkefni
er í Arefjállen, 800 manna
bæ í Svíþjóð þar sem flestir lifa af
þjónustu við skíðafólk á vetrum. App-
le kom inn í verkefnið 1991. Vanda-
málið á þessum stað tengist ferða-
mennsku sérstaklega og þarf varla
fleiri orð til að lýsa því en þau að á
vetrum fjölgar fólki í Arefjállen úr 800
í um og yfir 16 þúsund.
Upphaflega sameinuðust 30 fyrir-
tæki í bænum undir einn hatt og tóku
við Macintosh tölvu- og hugbúnaði.
Tölvuvæðingin hófst með stuttum
námskeiðum þar sem kynntir voru
möguleikar á að nýta tölvu til að auka
afköst og árangur. Námskeiðunum
var síðan fylgt eftir með ráðgjöf og
leiðbeiningum í fyrirtækjunum og
með því að koma á laggirnar upplýs-
ingamiðlun á milli þeirra með gagna-
miðlun á milli tölvanna um síma (raf-
eindapósti, tilkynningatöflu o.fl.)
Tveimur árum síðar voru fyrirtæk-
in í Apple-verkefninu í Arefjállen orð-
in 100. Og nú, seint á árinu 1994, hafa
nokkur fyrirtæki flutt til Arefállen til
að geta tekið þátt í verkefninu.
Kerstin Fryschuss stendur fyrir og
stjórnar verkefninu í Arefállen. Að
hennar sögn sýnir framgangsmátinn
og árangur verkefnisins hve skipuleg
þjálfun þátttakenda er mikilvæg,
þjálfun sem miðar að því að upplýsa
fólk og sýna því hvernig hafa megi
gagn af tölvum sem hjálpartækjum
við hin ýmsu störf. Þjálfunin hófst
með eins dags námskeiði. Tölvunot-
endur komust sjálfir að þeirri niður-
stöðu að þeir þyrftu frekari þjálfun
nokkru síðar.
Kerstin Fryschuss segir ennfrem-
ur að reynslan hafi sýnt þeim að verk-
efni á borð við þetta þurfi lengri undir-
búning en upphaflega hafi verið gert
ráð fyrir. Verkefnið fór einnig hægar
af stað en búist hafði verið við — var
lengur að komast á skrið. Aðal-
ástæðan var sú að fólk þurfti lengri
tíma til að komast upp á lag með að
nota tölvuna sér til gagns. En þegar
það hafði náð tökunum og sá mælan-
legan árangur jókst gangurinn í verk-
efninu og fleiri óskuðu eftir því að fá
að vera með. Hún segist ekki hafa
búist við að almennur áhugi á þátttöku
yrði jafn mikill og raun ber vitni.
Um árangurinn er það að segja að
afköst þjónustufyrirtækja í Arefjállen
hafa aukist verulega: Skíðafólk er
ánægðara með þjónustuna og staður-
inn nýtur meira trausts á meðal þeirra
sem skipuleggja og selja skíðaferðir.
Utan skíðatímans er atvinnulífið
þróttmeira og yngra fólk telur staðinn
vænlegri en áður þótt of snemmt sé
að spá um áhrif framtaksins á þróun
búsetu þegar fram í sækir. Ef til vill
skiptir mestu máli að verkefnið er
borðleggjandi sönnun þess að eitt-
hvað hefur verið gert til að snúa þró-
uninni á betri veg fyrir byggðarlagið.
„SAMSKIPTAFÉLAG"
Þriðja verkefnið sem Apple tekur
þátt í, með áðurnefndum hætti, hófst
1992 í Bretlandi, í smábænum King-
ton í Hereforshire. Arangurinn er
þegar orðinn markverður og hefur
vakið athygli.
Verkefnið nefnist „Connected
GJALDEYRISMÁL
Daglegar faxupplýsingar um gjaldeyrismál
Áskriftarsími 684999
61