Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 46
MARKAÐSMÁL AUGLÝSINGA- ÁRIÐ1994 Sjö þekktir auglýsingamenn segja skoðanir sínar á auglýsingafaginu. Kreþpan hefur fækkað stóru stofunum enfætt afsér fleiri einyrkja. Rekstur stofanna gengur mjög misjafnlega. Var hugmyndavinnan með afbrigðum léleg á árinu? vernig var auglýsingaárið 1994? Hvað einkenndi árið? Var það betra eða verra rekst- arlega en síðastliðið ár og, síðast en ekki síst, hvernig var það hugmynda- lega miðað við síðustliðin ár? Til þess að reyna draga upp mynd af auglýsingaárinu 1994 lagði Fijáls verslun þessar spumingar fyrir for- ráðamenn nokkurra auglýsingastofa og er þessi grein byggð á svörum þeirra. Þessir einstaklingar voru einnig beðnir að geta þess auglýs- ingaverkefnis sem unnið var á stofu þeirra og er þeim kærast þeirra verk- efna sem unnin voru árið 1994. Skipti þá engu máli hvaða forsendur lágu þar að baki, hvort um var að ræða besta verkefnið, að mati viðkomandi, það frumlegasta eða það skemmtilegasta. Sumum þeirra, sem leitað var til, þótti erfitt að „gera upp á milli bam- anna sinna“, eins og þeir orðuðu það, en á endanum tókst öllum að nefna eitt verkefni og rökstyðja það. Töluverðar breytingar hafa orðið á auglýsingamarkaðnum undanfarin ár. Almennur samdráttur í þjóðfélaginu leiddi af sér mikla hagræðingu sem sannarlega hafði áhrif á auglýsinga- fagið og sem dæmi má nefna að á síðustu sex til átta árum hefur auglýs- ingastofum fækkað um helming hér á landi. TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON MYNDIR: 46 Hallur Baldursson hjá Yddu segir þessa þróun hafa leitt af sér flölgun einyrkja í teiknarastétt, „en þegar þessar hræringar hjaðna mun koma í ljós að skarpari línur verða milli auglýsingastofa, sem bjóða heil- stæða auglýsinga- og markaðsþjón- ustu, og teiknistofa sem bjóða af- markaðri teikniþjónustu." Ólafur Ingi Ólafsson hjá ís- lensku auglýsingastofunni segir að auglýsingastofur sem ekki hafa gætt þess að byggja upp faglega birt- ingaþjónustu hafi orðið fyrir vaxandi samkeppni um hönnunar- og fram- leiðsluverkefni frá einyrkjum og smá- stofum. „Raunar er þetta hluti af mun stærri vanda, sem margir viðskipta- vinir auglýsingastofanna virðast eiga í, en hann er sá að fyrirtækin hafa ekki skilgreint nægilega vel þá þjónustu og þær kröfur sem rétt sé að gera til auglýsingastofunnar. Mörg stórfyrir- tæki gera til dæmis ekki þær kröfur til stofunnar sinnar að hún búi yfir og nýti öll bestu fáanlegu tæki og upplýs- ingar varðandi fjölmiðlanotkun og þetta er sýnu alvarlegra þegar haft er að huga að flest fyrirtæki verja að minnsta kosti tveimur þriðju hlutum auglýsingafjárins til birtinga." Halldór Guðmundsson í Hvíta húsinu segir árið 1994 um margt líkt síðustu þremur árum, „efnahagslegar BRAGIJÓSEFSSON þrengingar hafa eðlilega komið fram með fullum þunga í auglýsingafaginu sem er spegilmynd viðskiptalífsins á hverjum tíma.“ Helgi Helgason hjá Góðu fólki segir að rekstrarlega sé árið svipað og síðasta ár en bætir því við að helsta rekstrarbreytingin sé sú að verkefnin komi jafnar inn á stofurnar. Leópold Sveinsson hjá AUK telur að kreppan í íslensku viðskipta- lífi hafði náð botninum árið 1993, „alla- vega þykist ég greina hæga upp- sveiflu nú. Fyrirtækin virðast vera að ná þeirri hagræðingu í rekstri sem þau hafa stefnt að og beita því niður- skurðarhmfnum með minnkandi afli. Hins vegar tel ég að íslenskt atvinnu- líf hafi haft nokkuð gott af þrengingun- um og langt sé í að verðbólgu-stjóm- unarhugsunin komist til valda á ný.“ Hallur Baldursson hjá Yddu segir að vandi auglýsingaiðnaðarins endurspeglist í of Iágu eiginfjárhlut- falli. „Það er nánast ómögulegt fyrir þjónustufyrirtæki eins og auglýsing- astofur að afla áhættufjármagns þar sem reksturinn byggist svo til ein- göngu á fjárfestingu í hugviti en síður í hinum almennu, veðhæfu liðum, eins og húsnæði og vélum.“ Ólafur Ingi Ólafsson segir að rekstur auglýsingafyrirtækja gangi mjög misjafnlega. „Þeir, sem voru í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.