Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 70

Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 70
FOLK HRAFNHILDUR VALBJÖRNSDÓTTIR EIGANDIHEIMSUÓSS í KRINGLUNNI Hrafnhildur Valbjörnsdóttir stofnaði verslunina Heims- ljós þegar Kringlan opnaði árið 1987 en þá hafði hún þurft að hætta í vaxtarækt vegna meiðsla. „Heimsljós verslaði í upp- hafi með nýja línu af lömp- um, lítil borð og listræna muni. En tískan og markað- urinn hafa breyst og þá verður maður að aðlaga sig því. Ég hef því nánast hætt að selja lampa og er mest með gjafavöru af ýmsu tagi. Antik og gamaldags munir eru vinsælir núna en reynd- ar má segja að allt sé í tísku. Stálið er á undanhaldi og ég kaupi því inn hluti úr mess- ing, kopar, tini og öðrum efnum,“ segir Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, eigandi verslunarinnar Heimsljóss í Kringlunni. Hrafiihildur er 35 ára og var aðeins 17 ára þegar hún útskrifaðist úr Sjúkraliða- skóla íslands, líklega sú yngsta sem það hefur gert. Hún starfaði sem sjúkraliði í nokkur ár en fór síðan að vinna í Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis við Skóla- vörðustíg. „Ég æfði vaxtarrækt í nokkur ár og varð þrisvar sinnum íslandsmeistari í þeirri grein. í framhaldi af því fór ég að kenna á líkams- ræktarstöðvum en fótunum var kippt undan mér á þessu sviði þegar strætisvagn ók aftan á bílinn minn. Ég hlaut varanleg meiðsl, var með stanslausan höfuðverk í þijú ár og hef ekki enn fengið fulla heilsu. Ég varð því að finna mér eitthvað annað að gera og þegar Kringlan opn- aði 1987 ákvað ég að slá til og prófa verslunarrekstur. Og eitt er víst, — ég fer aldrei aftur í strætó!" SAMDRÁTTUR GREINILEGUR í upphafi keypti Hrafn- hildur inn vörur frá ítah'u og hefur síðan bætt við vörum frá Portúgal og Þýskalandi. Hún segir að reksturinn hafi gengið ágætlega en sl. þijú ár hefur hún fundið fyrir samdrætti, m.a. vegna minni kaupmáttar. „Þetta er lítið fyrirtæki með lágmarkskostnaði. Ég hef eina afgreiðlsukonu í fullu staríi og aðra í hálfu staríi og þær eru sko aldeilis betri en enginn. Annars vinn ég mikið, of mikið finnst mér stundum. Ég er hér alla daga og flesta laug- ardaga, tek á móti vörum á lagernum, kem kössunum inn í búð og tek upp úr þeim, verðmerki, skúra búðina, sé um bókhaldið og útrétt- ingar í bönkum. Þetta geng- ur ekki öðru vísi. Ég á yndislegan mann og að sjálfsögðu er hann mér mikil hjálp á lager og í við- gerðum á búðinni. Hann fer líka með mér tvisvar á ári á sýningar erlendis og er þar ómetanlegur. Ég færi aldrei ein til útlanda því að ég er svo áttavillt að ég rata illa, t.d. á sýningunum. Nú, svo er alein kona í útlöndum alltaf litin allskonar augum! “ BYRJUÐ AÐ LYFTA AFTUR Eiginmaður Hrafnhildar er Sigurður Sigurðsson, tannsmiður, og eiga þau 6 ára dóttur og 4 ára son. „Það hefur verið mikið álag í vinnunni sl. tvö ár en ég reyni að vera sem mest með bömunum og mannin- um. Ef við förum eitthvað út, t.d. í matarboð, tökum við bömin með. Ömmumar og annar afinn sjá um barna- gæslu þegar ég er að vinna. Það er ómetanlegt, annars gæti ég ekki staðið í þessu. Nú æfi ég lyftingar tvisv- ar í viku eftir 10 ára hlé. Ég get þó ekki reynt á alla vöðva vegna meiðslanna en lyftingar eru samt eina lík- amsræktin sem ég get stundað. Ég get t.d. ekki skokkað því þá fæ ég höfuð- verk og þoli illa eróbikk vegna hávaðans. Eitt af áhugamálum mín- um er eldamennska og að halda matarboð. Mér finnst mjög skemmtilegt að gera tilraunir í eldamennsku en kann ekkert að baka. Ég gæti vel hugsað mér að elda heitan mat í hverju hádegi og á kvöldin en hef því miður ekki tíma til þess. Annars er mitt aðaláhugamál að breyta sorg í gleði,“ segir Hrafn- hildur. 70

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.