Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 34

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 34
BÆKUR af raunverulegum dæmum úr við- skiptaheiminum um þennan hugsun- arhátt stjórnenda fyrirtækja um allan heim og hvað það var sem gerði það að verkum að þeir náðu lengra en keppinautarnir. Sömuleiðis nefna þeir hvernig fyrirtækjarisamir hafi oft set- ið eftir vegna tregðu og skorts á fram- sýni. Höfundarnir telja að flest fyrir- tæki hafi haft sömu tækifæri og haft yfir sömu tækni að ráða en það hafi verið framsýnin sem gerði gæfumun- inn. GAGNRÝNI Þótt bókin sé afskaplega skemmti- leg og fróðleg þá er engu að síður hægt að finna að ýmsu í efnistökum og framsetningu. Það, sem gagnrýna má í efnismeð- ferð höfunda, er að það hefði mátt eyða meiri tíma í þau ótal dæmi um stjómendur fyrirtækja sem hafa haft þennan þankagang sem þeir mæla með, þ.e. þorað að reyna eitthvað nýtt en hafi ekki verið svo lánsamir að veðja á réttan hest þrátt fyrir góðan ásetning. Það er ekki síður athyglis- vert og lærdómsríkt að skoða þau mál nánar og reyna að gera sér grein fyrir hvort þeir hafi sjálfir alveg misreiknað framtíðina (verið á rangri braut) eða hvort keppinautamir hafi einfaldlega verið á undan. Það, sem kemur mest á óvart, er öll myndræn framsetning bókarinnar. Það er eins og hún hafi verið gefin út á 6. áratugnum, allar töflur og myndir eru afskaplega einfaldar og daufar, settar fram í dökkum litum og ein- göngu í svart/hvítu eða gráu og yfir- bragð þeirra verður mjög þunglama- legt. Þetta er nánast viðvaningslegt ef miða á við þá möguleika sem era fyrir hendi og það sem maður á að venjast úr nútíma framsetningu í við- skiptabókum í dag. Það skýtur skökku við og er raunar bráðfyndið að þessi gamaldags framsetning skuli vera viðhöfð hjá þeim sem em að boða nútímaleg vinnubrögð og fram- tíðar hugsanarhátt! ERLENDIR BÓKARDÓMAR Financial Times: Fjallaði um hana þann 2. september og fagnaði mjög útkomu hennar og spáði henni mikilli velgengni. Taldi hana frumlega og þarfa í viðskiptaumræðunni. Business Week: Lofaði bókina í há- stert þann 19. september og sagði hana eiga skilið að ná mikilli út- breiðslu. Væntingar um hana væm miklar og hún mætti þeim vel. The Economist: Fjallaði lofsam- lega um bókina þann 3. september og var eina fagritið sem fann að við höf- undana og fannst þeir fjalla um of aug- ljósa ályktun, þ.e. að þeir fyrirtækj- astjómendur, sem hefðu framsýni, næðu betri árangri en hinir sem hefðu hana ekki. Fortune: Tímaritið sá ástæðu að vera með 5 bls. úrdrátt úr bókinni þann 5. september. Vió höfum: Rusla gáma Rusla tunnur Rusla stauka Vió erum í rusli! flkTfl Sfrni 685005 I

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.