Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 44
ÁRAMÓTAHEIT
þín mætti vera betri, skaltu drífa þig á
námskeið.
Sumir stjómendur hafa þann hátt-
inn á að undirbúa viðskiptaferð með
því að ræða í nokkrar klukkustundir
við aðra á því tungumáli sem talað er í
því landi sem þeir hyggjast sækja. í
sumum tilvikum virka þessi samtöl
eins og ryðolía, málakunnáttan er
fyrir hendi en menn eru ryðgaðir í að
tala málið. í svona samtölum rifjast
líka oft upp ýmis fagorð sem gott er
að hafa á hreinu. Það getur nefnilega
verið djúpt á þeim í miðjum samtölum
erlendis.
Sumir býsnast yfir að eiga full-
komnar tölvur en kunna lítið á þær.
Það á ekki að henda. Stöðugt eru í
boði tölvunámskeið. Svona er hægt
að halda lengi áfram. Drífðu þig á
námskeið í Islendingasögum, mat-
reiðslu eða einhverju allt öðru sem
þér hugkvæmist ekki í fyrstu. Eða
taktu maka þinn á orðinu og farðu á
dansnámskeið. Það styrkir sjálfs-
ímyndina í óumflýjanlegu samkvæm-
islífi stjórnenda að kunna að dansa.
Það kemur sér örugglega vel fyrir þig
sem stjómanda á hátíðum í framtíð-
inni. Þú getur tekið sporið án þess að
verða þér til skammar. Auk þess er
dans góð líkamshreyfing og góð stund
með makanum en flestir stjómendur
telja sig hafa of lítinn tíma með fjöl-
skyldunni vegna vinnuálags.
Niðurstaða: Aðalatriðið er að gera
sér grein fyrir gildi menntunar og
hversu góð fjárfesting hún er. Mennt-
un og þekking kemur sér alltaf vel.
Drífðu þig á að minnsta kosti eitt nám-
skeið á nýju ári. Bættu við þekkingu
þína og þú tryggir þig betur í starfi.
Ef þú er stjórnandi, sem ert með
himinháa skjalabunka á skrifborðinu
þínu, skaltu strengja þess heit um
áramótin að hafa allt í röð og reglu á
skrifstofu þinni - og í fyrirtæki þínu - á
nýju ári. Þú gerir þig síður ómissandi,
þú getur farið frá og aðrir leyst þig
auðveldlega af, gengið í starf þitt.
Þótt þetta hljómi sem þverstæða þá
styrkir þetta þig í starfi. Þetta er
styrkur en ekki veikleiki. Gott skjala-
safn, sem allir geta gengið í, ber vott
um að fyrirtækið sé sveigjanlegt.
Taktu eftir: Það er alls ekki tákn um
skriffinnsku!
Vissulega eru til margar sögur um
himinháa skjalabunka stjómenda í
ráðuneytum og fyrirtækjum. Þær eru
kannski fyndnar en þær eru ótvírætt
vitni um skipulagsleysi og að aðrir
geti ekki gengið í störf þessara stjóm-
enda fari þeir í frí. Viðskiptavinurinn
fær jafnvel þau svör að ekki sé hægt
að afgreiða mál fyrr en viðkomandi
stjórnandi komi úr fríinu. Ekki vegna
þess að sérfærðikunnáttuna vanti
heldur vegna þess að samstarfsmenn
finna ekki skjölin þótt þeir róti í bunk-
unum.
Ef þú hefur hins vegar viljandi allt í
þykkum bunkum og óreiðu til að gera
þig ómissandi í vinnunni skaltu íhuga
þinn gang vel. Það er tákn um að þú
sért ekki öruggur um þig í starfi og er
vísbending um að þér vegni ekki eins
vel og þú heldur.
Áramótin eru ekki aðeins góður
tími til að taka til og koma skipulagi á
hlutina. Þau minna líka á að hratt flýg-
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
V182808 Mappa A3
V155762 Tímaritabox A4
V151159 Tímaritabox A4
V165035 Mappa A4
V151142 Tímaritabox A4
V118794 Tímaritabox A4
V120386 Tímaritabox A5
V189761 Mappa Folio
V129171 Mappa meö vasa A4
V119248 Skjalaaskja A4
V111641 Skjalaaskja 38x24.5
HOFUM ALLT TIL
4\n a
CWM^\W@öm^
T.D. FYRIR: BÆJARFÉLÖG, BÓKASÖFN, SJÚKRAHÚS
OG FYRIRTÆKI - Á MJÖG GÓÐU VERÐI.
KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF.
Kleppsvegur 33 - Sími 38383 - Fax 684578 (afgreiðsla)
44