Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 72
LIUA HRÖNN HAUKSDÓTTIR, COSMO FOLK Lilja Hrönn Hauksdóttir var adeins 22 ára þegar hún stofnaði verslunina Cosmo í Kringlunni. „í verslunum Cosmo í Kringlunni og á Laugavegi seljum við tískufatnað fyrir konur á aldrinum 18 til 40 eða 50 ára. Ég tók þessa stefnu þegar ég opnaði verslunina í Kringlunni 1987 og þetta hefur gengið ótrú- lega vel,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir en hún var aðeins 22 ára þegar hún stofnaði Cosmo. Lilja Hrönn er 29 ára. Hún hafði verið í Verslunar- skóla íslands í eitt og hálft ár þegar hún hætti því henni lá svo á að takast á við h'fið. 16 ára byrjaði hún að selja áskriftir á kvöldin hjá Frjálsu framtaki og var orðin aug- lýsingastjóri barnablaðsins ABC rúmu ári seinna. Hún vann um tíma á auglýsinga- deild Morgunblaðsins, fór svo til Danmerkur þar sem hún ætlaði að læra almenn- ingstengsl en fór þess í stað að vinna í tískuverslun á Strikinu. „Ég kom heim haustið 1984 og gerðist auglýsinga- stjóri á Mannlífi sem þá var ný stofnað. Þar vann ég til ársins 1986 þegar ég leigði verslunina Lilju á Laugavegi 19 af móður minni og rak hana þangað til ég opnaði Cosmo,“ segir Lilja Hrönn. FATNAÐUR FRÁLONDON OG PARÍS Móðir Lilju Hrannar rak verslunina Lilju í Glæsibæ og síðar á Laugavegi. „Ég byrjaði 9 ára gömul að hjálpa mömmu að taka vörur upp úr kössum og taka til hend- inni. Þegar ég hafði leigt verslun hennar í eitt og hálft ár langaði mig að prófa sjálf og tók áhættuna. Það vissi auðvitað enginn hvemig hið nýja verslunarhúsnæði í Kringlunni myndi koma út en ég gerði allt, sem ég gat, til að láta þetta takast og hef uppskorið fyrir allt erfiðið. Ari seinna, eða 13. ágúst 1988, opnaði ég Cosmo verslun á Laugvegi 44 og í því húsi eru einnig skrifstof- ur, lager og heimili mitt.“ Lilja Hrönn segist hafa byrjað á að kaupa inn fatnað frá London, Amsterdam og París. En framleiðendur tískufatnaðar koma og fara og undanfarið hefur verið erfitt ástand í Amsterdam. Vörur þaðan eru orðnar of dýrar og nú verslar hún mest í London og París. HEIMA MEÐ SONINN Á MORGNANA Sambýlismaður Lilju Hrannar er Freyr Jakobs- son og hann vinnur með henni í fyrirtækinu og fer með henni í verslunarferðir. Þau eiga 1 árs gamlan son. „Eftir að Jakob Daníel fæddist hef ég ekki verið eins mikið í versluninni og áður því við erum saman heima á morgnana. Undan- farin ár hef ég lifað og hrærst fyrir fyrirtækið og það verið mitt helsta áhuga- mál. Við Freyr höfum gaman af að ferðast um hálendið á vélsleða og stundum líka siglingar. Mér finnst gaman að byggja upp fallegt heimili og ég hef gaman af að taka á móti gestum," segir Lilja Hrönn. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.