Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 60
TOLVUR Einstaklega athyglisvert efni: GETA TÖLVUR STÖÐVAÐ FLÓTTA ÚR STRIÁLBÝLI? / I Bandarikjunum er um 30% afnotendum Apple Macintosh tölva smáfyrirtæki ogpví ekki óeðlilegt að Apple telji sig eiga erindi við smærri atvinnurekstur Leó M. Jónsson txknifræðingur skrifar reglu- lega um tölvur og tækni í Frjálsa verslun. mvað gerist þegar lítið samfélag í strjálbýli tölvuvæðist á skömmum tíma? Hver verða áhrif þess á atvinnu- og félagslíf? Get- ur tölvuvæðing stöðvað flótta fólks úr strjálbýli — jafnvel stuðlað að jafn- vægi í byggð? Markaðsrannsóknadeild Apple Computer Inc. í Bandaríkjunum leit- ast við að svara þessum spurningum auk margra annarra. Til að finna réttu svörin gera þeir margvíslegar tilraun- ir. Á meðal þeirra eru tilraunir á fé- lagsfræðilegum grunni þar sem leit- ast er við að afla vitneskju um raun- veruleg áhrif tölvuvæðingar og tölvunotkunar í afmarkaðri byggð af mismunandi gerð. í þessu skyni hefur Apple gefið tölvubúnað til ákveðinna þróunar- verkefna — tölvuvætt heilu byggðar- lögin til að fylgjast með áhrifum breyttra vinnubragða á atvinnulíf og áhrifum aukinnar tölvunotkunar á menntun og félagslíf. Árangurinn er þegar orðinn um- talsverður og hefur vakið athygli fé- lagsvísindamanna um víða veröld. Lífleg umræða og umfjöllun um þetta framtak Apple hefur verið á Intemet gagnanetinu (Verkefnin nefnast MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON „Apple Village“, USA/„Connected Community", GB) og hafa birst um það greinar í virtum tímaritum t.d. í Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjun- um. EYKUR FRAMLEIÐNI í Bandaríkjunum er um 30% af not- endum Apple Macintosh tölva smá- fyrirtæki og því ekki óeðlilegt að Ap- ple telji sig eiga, öðmm fremur, erindi við þá sem stunda smærri atvinnu- rekstur. Fyrsta verkefni Apple af þessu tagi hófst árið 1990. Fyrir val- inu varð Jacksonville; lítill fyrrum námabær í suðurhluta Oregon þar sem mikið atvinnuleysi hafði skapast vegna lokunar náma. í Jacksonville voru 28 smáatvinnu- rekendum lagðar til Macintosh tölvur ásamt hugbúnaði og jaðartækjum (geislaprentara, mótaldi og skanna) — þeim að kostnaðarlausu. Margir þessara atvinnurekenda voru af létt- asta skeiði og því var verkefnið vand- lega undirbúið m.a. með það fyrir augum að fólk, óvant tölvum, fengist til að nota búnaðinn í stað þess að leggja fæð á hann sem hefði þýtt að verkefnið hefði runnið út í sandinn. Smáfyrirtækin, sem tölvuvædd- ust, voru m.a. prentsmiðja, lækna- þjónusta, heilsugæsla, fasteignasala, lögfræðiþjónusta, verðbréfasala, arkitektastofa, opinber þjónusta, inn- heimtustofnun, verslanir, hótel og veitingastaðir. Sjálfstætt könnunarfyrirtæki, Di- agnostic Research Inc, var fengið til að meta áhrif þessa framtaks á at- vinnu- og mannlíf bæjarins. Sam- kvæmt niðurstöðum þess jukust um- svif fyrirtækja mismunandi mikið við að taka Macintosh tölvu í þjónustu sína en framleiðni þeirra jókst hins vegar um 55% að meðaltali. Mest jókst framleiðni þeirra sem notuðu Macintosh tölvuna til bókfærslu, út- reiknings á vinnulaunum og til birgða- skráningar. Áberandi aukning varð á umsvifum þeirra sem notuðu tölvuna til þess að útbúa fréttabréf, bæklinga og annað kynningarefni. í niðurstöðum Diagnostic Re- search segir m.a. að nokkrir hafi átt í erfiðleikum með að nýta sér tölvu- tæknina með nægilegum árangri en að allir hafi fundið leið til að nýta eitt- hvað af möguleikum tölvunnar þótt það hafi tekið þá mismunandi langan tíma. Nokkur dæmi eru nefnd um árang- ur einstakra fyrirtækja: Þjónustufyr- irtæki var samanlagt 4 klst. á mánuði að færa bækur sínar með Macintosh en hafði áður varið til bókfærslunnar um 20 klst á mánuði. Fjármálaþjón- usta, sem tók m.a. að sér skattfram- töl, gat annast tvöfalt fleiri framtöl með því að nota Macintosh; á veit- ingastað minnkaði framleiðslutími um 20 klst á mánuði með því að nota tölvuna til skipulagningar og innkaupa sem þýddi jafnframt helmings lækkun á reksturskostnaði staðarins. AUKIN ÞJÓNUSTA Byggðaröskun er ekki íslenskt fyrirbrigði heldur alþjóðlegt; ein af 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3544
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
1232
Skráðar greinar:
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (1939-1955)
Frjáls verzlun, útgáfufélag h/f (1959-1966)
Verslunarútgáfan hf (1967-1969)
Frjálst framtak hf (1970-1989)
Fróði hf (1990-1995)
Talnakönnun hf (1996-2000)
Heimur hf. (2001-2015)
Efnisorð:
Lýsing:
Verslun og viðskipti
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (01.10.1994)
https://timarit.is/issue/233194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (01.10.1994)

Aðgerðir: