Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 60

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 60
TOLVUR Einstaklega athyglisvert efni: GETA TÖLVUR STÖÐVAÐ FLÓTTA ÚR STRIÁLBÝLI? / I Bandarikjunum er um 30% afnotendum Apple Macintosh tölva smáfyrirtæki ogpví ekki óeðlilegt að Apple telji sig eiga erindi við smærri atvinnurekstur Leó M. Jónsson txknifræðingur skrifar reglu- lega um tölvur og tækni í Frjálsa verslun. mvað gerist þegar lítið samfélag í strjálbýli tölvuvæðist á skömmum tíma? Hver verða áhrif þess á atvinnu- og félagslíf? Get- ur tölvuvæðing stöðvað flótta fólks úr strjálbýli — jafnvel stuðlað að jafn- vægi í byggð? Markaðsrannsóknadeild Apple Computer Inc. í Bandaríkjunum leit- ast við að svara þessum spurningum auk margra annarra. Til að finna réttu svörin gera þeir margvíslegar tilraun- ir. Á meðal þeirra eru tilraunir á fé- lagsfræðilegum grunni þar sem leit- ast er við að afla vitneskju um raun- veruleg áhrif tölvuvæðingar og tölvunotkunar í afmarkaðri byggð af mismunandi gerð. í þessu skyni hefur Apple gefið tölvubúnað til ákveðinna þróunar- verkefna — tölvuvætt heilu byggðar- lögin til að fylgjast með áhrifum breyttra vinnubragða á atvinnulíf og áhrifum aukinnar tölvunotkunar á menntun og félagslíf. Árangurinn er þegar orðinn um- talsverður og hefur vakið athygli fé- lagsvísindamanna um víða veröld. Lífleg umræða og umfjöllun um þetta framtak Apple hefur verið á Intemet gagnanetinu (Verkefnin nefnast MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON „Apple Village“, USA/„Connected Community", GB) og hafa birst um það greinar í virtum tímaritum t.d. í Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjun- um. EYKUR FRAMLEIÐNI í Bandaríkjunum er um 30% af not- endum Apple Macintosh tölva smá- fyrirtæki og því ekki óeðlilegt að Ap- ple telji sig eiga, öðmm fremur, erindi við þá sem stunda smærri atvinnu- rekstur. Fyrsta verkefni Apple af þessu tagi hófst árið 1990. Fyrir val- inu varð Jacksonville; lítill fyrrum námabær í suðurhluta Oregon þar sem mikið atvinnuleysi hafði skapast vegna lokunar náma. í Jacksonville voru 28 smáatvinnu- rekendum lagðar til Macintosh tölvur ásamt hugbúnaði og jaðartækjum (geislaprentara, mótaldi og skanna) — þeim að kostnaðarlausu. Margir þessara atvinnurekenda voru af létt- asta skeiði og því var verkefnið vand- lega undirbúið m.a. með það fyrir augum að fólk, óvant tölvum, fengist til að nota búnaðinn í stað þess að leggja fæð á hann sem hefði þýtt að verkefnið hefði runnið út í sandinn. Smáfyrirtækin, sem tölvuvædd- ust, voru m.a. prentsmiðja, lækna- þjónusta, heilsugæsla, fasteignasala, lögfræðiþjónusta, verðbréfasala, arkitektastofa, opinber þjónusta, inn- heimtustofnun, verslanir, hótel og veitingastaðir. Sjálfstætt könnunarfyrirtæki, Di- agnostic Research Inc, var fengið til að meta áhrif þessa framtaks á at- vinnu- og mannlíf bæjarins. Sam- kvæmt niðurstöðum þess jukust um- svif fyrirtækja mismunandi mikið við að taka Macintosh tölvu í þjónustu sína en framleiðni þeirra jókst hins vegar um 55% að meðaltali. Mest jókst framleiðni þeirra sem notuðu Macintosh tölvuna til bókfærslu, út- reiknings á vinnulaunum og til birgða- skráningar. Áberandi aukning varð á umsvifum þeirra sem notuðu tölvuna til þess að útbúa fréttabréf, bæklinga og annað kynningarefni. í niðurstöðum Diagnostic Re- search segir m.a. að nokkrir hafi átt í erfiðleikum með að nýta sér tölvu- tæknina með nægilegum árangri en að allir hafi fundið leið til að nýta eitt- hvað af möguleikum tölvunnar þótt það hafi tekið þá mismunandi langan tíma. Nokkur dæmi eru nefnd um árang- ur einstakra fyrirtækja: Þjónustufyr- irtæki var samanlagt 4 klst. á mánuði að færa bækur sínar með Macintosh en hafði áður varið til bókfærslunnar um 20 klst á mánuði. Fjármálaþjón- usta, sem tók m.a. að sér skattfram- töl, gat annast tvöfalt fleiri framtöl með því að nota Macintosh; á veit- ingastað minnkaði framleiðslutími um 20 klst á mánuði með því að nota tölvuna til skipulagningar og innkaupa sem þýddi jafnframt helmings lækkun á reksturskostnaði staðarins. AUKIN ÞJÓNUSTA Byggðaröskun er ekki íslenskt fyrirbrigði heldur alþjóðlegt; ein af 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.