Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 74

Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA ERLEND FJARFESTING ER NAUÐSYN Hugsanlegar fjárfestingar erlendra stórfyrirtækja á ís- landi hafa verið nokkuð í sviðsljósinu að undanförnu. Skemmst er að minnast heimsóknar hinna kanadísku Irv- ing-feðga, sem virðast hafa áhuga á olíuviðskiptum á ís- landi, heimsóknar fulltrúa frá stórfyrirtækinu Zink Cor- poration of America og viðræðna um sinkverksmiðju hér- lendis og nú síðast hafa verið nokkrar umræður um stækkun álversins í Straumsvík. Oðru hverju hafa svo skotið upp kollinum hugleiðingar um flutning raforku til Evrópu i gegnum sæstreng. Hvort eitthvað af þessu verð- ur að veruleika í framtíðinni er erfitt um að segja. fslend- ingar hafa oft haldið sig vera við þröskuld þess að ná hingað öflugum erlendum fjárfestum en yfir hann höfum við ekki náð að stíga síðan málmblendiverksmiðjan á Grundartanga var reist fyrir um það bil einum og hálfum áratug. Hlýtur það að vera orðið mikið áhyggjuefni, ekki síst nú þegar séð er fram á viðvarandi samdrátt í undir- stöðuatvinnugrein landsmanna, sjávarútveginum, að ekkert skuli ganga í þeim efnum að fá hingað erlent fjár- festingarfjármagn. Fjárfesting í atvinnurekstri á fslandi er orðin allt of lítil og raunar komin að þeim hættumörkum að ef ekki verður veruleg breyting á og það strax á næstu misserum er hætt við að atvinnuleysi og stöðnun í efnahagskerfinu verði til langrar framtíðar. Nýsköpun hefur nær engin orðið und- anfarna áratugi og þær fáu tilraunir, sem gerðar hafa verið, hafa flestar misheppnast og sumar orðið þjóðar- búinu ærið dýrkeyptar. Ef einhver atvinnugrein hefur náð sér á strik og sýnt aukin umsvif og verðmætasköpun hefur ríkisvaldið verið fljótt að seilast til hennar með álögur og kvaðir. Má nefna ferðaiðnaðinn sem dæmi en vitanlega hefði átt að gefa honum svigrúm, a.m.k. rétt á meðan hann var að byggja sig upp og treysta undirstöður sínar. I skýrslu um horfur á erlendum fjárfestingum á fslandi kemur m.a. fram að því miður líta erlendir fjárfestar ekki á ísland sem fýsilegan valkost og í henni segir Ragnar Kjartansson réttilega, þegar hann fjallar um áhyggjur af því að erlend fyrirtæki verði of fyrirferðarmikil hérlendis, að hin raunverulega framtíðarógn sé miklu frekar sú að nánast algjört áhugaleysi sé meðal erlendra fjárfesta á því að taka þátt í að byggja upp atvinnustarfsemi á íslandi. En af hverju stafar þetta áhugaleysi? Óneitanlega hef- ur fsland upp á fjölmargt að bjóða sem önnur lönd hafa ekki, nema þá í takmörkuðum mæli. Er þá fyrst og fremst átt við nær ótæmandi orku sem ætti að vera mjög vel samkeppnisfær hvað verðlag snertir. Sennilega eru mörg svör við spurningunni. Fjarlægð landsins frá mörkuðun- um vegur örugglega þungt en þyngra á metunum er þó örugglega að fjandsamlegt umhverfi og ástæðulaus ótti við það að útlendingar öðlist hér aðstöðu í einni eða ann- arri mynd. Sem dæmi um slíkan ótta má nefna ákvæði í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi, þar sem settar eru upp „girðingar" til þess að útlendingar geti ekki eignast jarð- ar- eða landskika hérlendis. Þær hindranir eru þess eðlis að nái þær fram að ganga geta landeigendur ekki vænst þess að fá nokkra kaupendur í framtíðinni, hvorki inn- lenda né erlenda. Þarna er stigið mörgum skrefum of langt. Fyrr má nú rota en dauðrota. Erlendir fjárfestar óttast væntanlega einnig þau al- mennu viðhorf sem eru til atvinnurekstrar á íslandi — viðhorf sem hafa því miður ekki breyst svo ýkja mikið frá tímum selstöðukaupmennskunnar í landinu. Ef fyrirtæki eru rekin með hagnaði og skila arði hefur það þótt eitt- hvað athugavert og þau hafa fengið á sig annaðhvort arð- ráns- eða okurstimpil og á sama hátt hafa stjómendur þeirra fyrirtækja, sem berjast í bökkum, oft fengið að heyra að þeir séu hálfgerðir aumingjar og ekki á vetur setjandi og það þrátt fyrir að erfiðleikamir við reksturinn séu ef til vill allir til komnir vegna ytri aðstæðna eða fjandsamlegra stjórnvaldsaðgerða. Fjórða atriðið, sem erlendir fjárfestar setja einnig fyrir sig varðandi fjárfestingar á íslandi, er launakostnaður. Slíkt virkar kannski dálítið broslegt þegar litið er til þess að laun em óvíða lægri í Vestur-Evrópu en einmitt hér. En laun og launakostnaður eru hreint ekki það sama. Launa- tengd gjöld em orðin svo há að heildarlaunapakkinn er farinn að fæla frá. fslendingar verða að fara að átta sig á því að það þarf að gjörbreyta stefnunni varðandi erlendar fjárfestingar í landinu. Það er okkur lífsnauðsyn að fá hingað erlent fjármagn í atvinnureksturinn. Vitanlega verður sjávar- útvegur um langt skeið mikilvægasta atvinnugreinin og þar ættu að vera sóknarmöguleikar, þrátt fyrir allt, ef litið er til lengri tíma. En það er ljóst að við getum ekki byggt afkomu okkar á honum einum og því miður emm við komin í þá fjárhagsstöðu að möguleikar okkar em orðnir sáralitlir til þess að sjá sjálf um atvinnuuppbygginguna. Það þarf því að verða eitt af meginverkum stjórnvalda á næstunni að skapa möguleika og tækifæri. Raunar ekki bara fyrir erlenda fjárfesta heldur einnig innlenda, þannig að ekki komi til þess að þau íslensku fyrirtæki, sem em í sókn, sjái hag sínum betur borgið með því að flytja starf- semi sína til Kaliforníu en á fyrirhugað frísvæði í Kefla- vík. 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.