Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 62

Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 62
TOLVUR Community“ sem mætti þýða sem „Samskiptafélag“ og er viðamest þeirra þriggja sem hér er fjallað um. Tilgangurinn er sá sami; að mæla áhrif tölvuvæðingar á félags- og efna- hagslíf í þorpum og smábæjum og kanna hvort, og að hve miklu leyti, tölvuvæðing skapar nýja möguleika í atvinnulífi sem fjölgi störfum. Þáttur Apple í verkefninu er ekki lítill því það leggur 2200 íbúum bæjar- ins til tölvubúnað að verðmæti 25 millj. ísl. kr. Að verkefninu standa, auk Apple Computer GB Ltd, breska viðskipta- og iðnaðarráðuneytið (DTI) og þróunarstofnunin Rural Development Commission (RDC). Bærinn Kington, sem er skammt frá landamærunum Wales í Vestur- Miðlöndum, er dæmigert þjónustu- þorp þar sem lifibrauðið hefur verið þjónusta við landbúnað á um 380 km2 svæði. Á því eru um 1000 sauðfjár- og nautgripabú af mismunandi stærð en fæst stór. Skömmu fyrir áramótin 1993/’94 fengu verslanir, smáiðnaðar- og þjón- ustufyrirtæki, félagsmiðstöðvar, læknamiðstöðvar, skólar o.fl. Macin- tosh tölvubúnað ásamt samskipta- búnaði. Könnun áhrifa tölvuvæðing- arinnar stendur eitt ár og er að ljúka þegar þetta er skrifað. Að lokinni könnuninni verður tölvubúnaðurinn eign Kingtonbæjar án endurgjalds. Að sögn Adrian Hilldrup, bæjar- stjóra í Kington, hefur töluvert af eldra fólki flust þangað á síðari árum frá stærri borgum. Meðalaldur íbú- anna er því nokkuð hár. Hann segist binda vonir við að tölvuvæðingin og aukið tæknistig, sem henni fylgir, geti orðið til þess að yngra fólk telji sig eiga meiri möguleika í Kington og flytji sfður burt; aukið tæknistig treysti grundvöll atvinnu- og við- skiptalífs, fjölgi tækifærum auk þess sem tölvusamskipti færi bæjarfélagið nær umheiminum — ekki síst með aðgangi að alþjóðlegum gagnanetum og gagnabönkum. Hann segir að tölvukerfin skapi auk þess möguleika á fjarvinnslu af ýmsu tagi sem fjölgi störfum fyrir fólk, sem hefur aflað sér menntunar — fólk sem áður taldi sig ekki eiga kost á starfi í Kington. Adrian Hilldrup segir jafnframt að margfeldisáhrif tölvuvæðingarinnar hafi komið á óvart, sérstaklega þau áhrif sem nettenging tölva í nær- og víðnetum (LAN/WAN) hafi þegar skapað. Sem dæmi nefnir hann vöru-, þjónustu- og vinnuskiptakerfi sem komið hafi verið á á milli tölvunotend- anna þar sem boðin fara á milli á eins konar markaðsskjá: Tölvuvæðingin, en netmiðlun er innbyggð í Macin- tosh, hafi þannig hrundið af stað skiptiverslun, hópefli, sem hafi verk- að hvetjandi, aukinm framleiðslu og trú fólks á því að það gæti sjálft haft áhrif á og ráðið einhverju um þróun- ina. Einn liður í verkefninu í Kington er að nýta tölvutæknina til þess að auð- velda fötluðum að taka þátt í atvinnu- lffinu og gefa húsmæðrum, sem þess óska, aukna möguleika á að afla tekna innan eða utan heimilis. Macintosh tölvumar, sem Apple gaf til Kington, eru nýttar á ýmsan annan hátt sem of langt yrði upp að telja. Verkefnið, í sjálfu sér, hefur vakið almennan áhuga á aukinni nýt- ingu nýrrar tækni í byggðarlaginu. í Kington eru skólar með í framtak- inu. Fyrst um sinn er tölvuvæðingin notuð til að auka og bæta kennsluna m.a. með því að nýta fjölmiðlun í tengslum við gagnasöfn á geisladisk- um sem tengdir em Macintosh tölv- unum. Á framhaldsskólastigi eru einnig nýttir möguleikar fjarmiðlunar, t.d. með því að komið hefur verið á samstarfsverkefnum á milli nemenda í Kington og nemenda í vinabænum Marines í Val d’Oise í Frakklandi. Mínnta til stefnu! Minolta til taks! Minolta Ijósritunarvélar uppfylla allar óskir Einfiild. Klár.- Einfaldlega klár! 40qaraT> | ----- 1 • HScpm lOcpm | ; ■ E KJARAN MINOLTA Skrifstofubúnaður SlÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 62

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.