Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 32
BÆKUR Viðskiptabók ársins að mati Frjálsrar verslunar er Competing for the future: ÁN FRAMSÝNIMISSA FYRIRTÆKIDAMPINN Hér kemur bókin sem pekktustu viðskiptatímaritin hafa lofað í hástert. Hún er um framsýna stjórnendur, sem ráða ferðinni, og hina er sitja eftir sem sporgöngumenn Heiti bókar: Competing for the future Höfundar: G. Hamel og C.K. Prahalad Útgefandi og ár: Harvard Business School Press -1994 Lengd bókar: 352 bls. Hvar fengin: Bóksölu stúd- enta Einkunn: Mjög fróðleg og vel skrifuð bók, byggð á yfirgripsmikl- um rannsóknum og þekkingu höf- unda. Tvímælalaust viðskiptabók ársins 1994. í stuttu máli má segja að eftirfar- andi fullyrðingar séu inntak bókarinn- ar: Það, sem skiptir mestu máli í rekstri fyrirtækja og atvinnugreina, er framtíðin. Það, sem gefur fyrir- tækjum möguleika á að ná forystu í framtíðinni, er fyrst og fremst fram- sýni. Það, sem gerir gæfumuninn, er að sjá hluti fyrir áður en þeir gerast. Þetta felur í sér að sjá tækifærin á undan keppinautunum og vera fyrstur að grípa þau tækifæri sem eru fyrir hendi í dag. En framsýni ræðst ekki eingöngu af því að vera betri spámað- ur en aðrir heldur byggist hún á hugs- unarhætti sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að tileinka sér, þ.e. að vera ekki of þröngsýnir og íhaldssamir á breyt- ingar og nýjungar. Aðaláhugasvið höfunda er ekki að reyna að staðsetja fyrirtækin í nútím- anum og búa til mælikvarða hve vel þau standa í sinni grein m.v. fyrri tímabil, heldur að sjá hve vel þeim tekst til að skapa nýjungar í greininni. Það skiptir því höfuðmáli, að þeirra dómi, að reyna að hafa stjóm á og vera þátttakandi í þróuninni í sinni at- vinnugrein fremur en að fljóta bara með straumnum. Með öðrum orðum: Reyna að stjórna eigin örlögum. HÖFUNDARNIR Báðir em og hafa verið kennarar við mjög virta viðskiptaháskóla beggja vegna Atlantshafsins. G. Ha- mel er nú gistiprófessor við London Business School en var áður við Michigan háskólann þar sem C.K. Prahalad er nú starfandi pró- fessor, en hann hefur starfað við Harvard og IN- SEAD í Frakk- landi. Báðir hafa verið ráðgjafar hjá mörgum stórfyrirtækjum víða um heim. Hamel, sem hefur kennslu nánast sem aukastarf, hefur mjög gott orð á sér sem ráðgjafi stórfýrirtækja á sviði upplýsingatækni í Bandaríkjunum. Prahalad er aftur á móti talinn fram- úrskarandi „akademiker" en báðir eru í miklu áliti sem höfundar fjölda viðskiptagreina í tímaritinu Harvard Business Review. Greinar þeirra „Strategic Intent“ (1989) og „Core Competences of the Corporation“ (1990) hafa báðar unnið til McKinsey verðlauna sem bestu greinar tímari- tsins og sú síðarnefnda hefur verið útbreiddasta sérprentun á grein í sögu tímaritsins. KYNNING Á EFNINU Að sjálfsögðu er erfitt að velja úr til stuttrar kynningar eða reyna að end- ursegja efni í jafn yfirgripsmikilli bók og hér er á ferðinni en við skulum engu að síður grípa niður í athyglis- verða umræðu höfunda um viðfangs- efni sem mjög ofarlega eru á baugi um þessar mundir, bæði hér á landi og erlendis: Að þjóna viðskiptavininum. Það þarf að koma til miklu meira en hin mikla trú á núverandi viðskiptavini sem ræður ríkjum í dag. Hún mun aðeins leiða til þess að viðhalda nú- verandi vörum/þjónustu og reyna að auka markaðshlutdeild þar en kemur engum fram á veg. Astæðan er ein- faldlega sú að notendur hafa ekki þá nauðsynlegu framsýni sem fyrirtæki þurfa að hafa. Fyrir 10-15 árum datt engum viðskiptavini í hug að biðja Póst og síma (um allan heim) um Jón Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar og stundakennari við Háskóla Islands, skrifar reglulega bókardóma íFrjálsa verslun. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.