Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 49
byrjun og finna hugmyndalegan far- veg sem hægt er að þróa áfram. Þegar upp er staðið tapa allir á þess- um ódýru en öruggu auglýsingum. Meginverkefni auglýsingafagsins verður að vera að hamra á mikilvægi hugmyndaauðgi og frumlegheitum til þess að auglýsingin veki athygli.“ Finnur Malmquist hjá Grafít er sammála Helga hvað varðar hug- myndaskort í auglýsingafaginu, „Enda er það svo að þegar skóinn kreppir skera fyrirtæki einna fyrst niður í auglýsinga- og kynningarmál- um. Þetta hefur vitaskuld áhrif á frumleikann í faginu því þegar lítið er um fé velja menn öruggu leiðina og forðast að tefla í tvísýnu. Fyrir vikið eru auglýsingar og kynningarefni al- mennt að renna saman í einlitan far- veg. Og eftir því sem tíminn h'ður verður erfiðara að komast út úr þess- um farvegi með óvenjulegar lausnir því þeim fylgir óhjákvæmilega ein- hver áhætta.“ Finni finnst verkefni stóru auglýs- ingastofanna lítið áberandi og segist hann ekki muna eftir stórum og yfir- gripsmiklum herferðum í öllum aug- lýsingamiðlum í langan tíma, „að und- anskilinni herferðinni íslenskt — já takk!“ Hann segir að einyrkjageirinn hafi haldið áfram að vaxa og dafna á meðan sífellt beri minna á SÍA (Sam- bandi íslenskra auglýsingastofa). Ein- yrkjafélagið vex hins vegar og dafnar og nú er talað um stofnun samtaka miðlungsstórra auglýsingasofa. Fít (Félag íslenskra teiknara) hefur stað- ið fyrir auknu félagsstarfi á árinu og ég held að þessir þættir sanni þörfina fyrir félagslegt haldreipi á krepputím- um.“ Þótt árið 1994 hafi að mörgu leyti verið erfitt rekstrarlega fyrir auglýs- ingastofumar segir Hallur Bald- ursson að einn mikilvægur áfangi í faglegum vinnubrögðum standi upp úr en það er „viðamikil lífstfls- og neyslukönnun sem nokkrar auglýs- ingastofur og fjölmiðlar fram- kvæmdu. Vönduð greining og túlkun þessara gagna stóreykur möguleika á að vinna markvisst og skipulega að auglýsingamálum og að þróa aðferðir við að mæla beinan árangur af auglýs- ingastarfinu. Þessi könnun er tengd fjölmiðlamælingum sem þessir aðilar hafa framkvæmt ámm saman og það eykur enn frekar gildi hennar. Þessi könnun færir okkur nær þeim faglegu vinnubrögðum sem tíðkast á þróuðum mörkuðum ná- grannalandanna og eflir því styrk okk- ar í þeirri auknu samkeppni sem hlýst af opnun íslenska hagkerfisins. En opnun íslenska hagkerfisins mun leiða til ýmissa ófyrirséðra, tímabundinna hræringa. Hún endurspeglast til dæmis í aukinni notkun erlendra sjón- varpsauglýsinga hér á landi á þessu ári. Því miður hefur borið talsvart á því að íslensku fjölmiðlarnir hafi stutt þessa þróun óþarflega glæfralega með viðskiptakjörum sínum gagnvart Frá AUK Auglýsingar á Safnkorti Olíufélagsins, ESSO. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.