Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 21
TIL NORD-MORUE í frakklandi Eftir að Sig- hvatur útskrifað- ist úr Verslunar- skólanum tók hann sér frí frá námi í eitt ár og yann hjá SÍF. Að árinu liðnu innrit- aðist hann í við- skiptafræði í Há- skóla íslands og tók fyrri hluta prófið þar vorið 1984. Þá fluttist hann til Árósa í Danmörku og lauk þaðan námi í rekstrarhagfræði þremur árum síð- an. „Þetta voru mjög skemmtileg ár og ég kunni vel við Dani. íþrótt- irnar voru heldur ekki langt undan og lék ég bæði handbolta og knattspymu með 3. deildarliðinu Viby. Égvarekki eini íslendingurinn í Viby því Hinrik Olafsson leikari lék líka handbolta með liðinu." Að námi loknu hóf Sighvatur störf hjá Utflutningsráði og var þar í m'u mánuði. Þá flutti hann sig aftur til SÍF °g árið 1990 tók hann við fram- kvæmdastjórastöðu hjá dótturfyrir- tæki SÍF, Nord-Morue, sem er rétt noröan við Bordeaux í Frakklandi. ,,Ég hafði mjög litla reynslu af stjórnunarstörfum áður en ég hélt til Frakklands," viðurkennir Sighvatur. „Ég lærði þó fljótt hvað það er mikil- Vægt fyrir stjórnanda að vera fastur fyrir en þó um leið sveigjanlegur. Það er Jíka nauðsynlegt að bera virðingu fyrir fólkinu á gólfinu. Ég verð að játa að ég fer of lítið niður á gólf til starfs- manna — og það er slæmt. Það er nefnilega þar sem ég fæ bestu hug- myndirnar. Franskt viðskiptalíf var stöðugra en það íslenska þegar ég kom fyrst út. Nú held ég aftur á móti að ástandið hjá okkur sé mjög svip- að.“ Sighvatur segir Frakka hafa verið mj'ög duglega til vinnu en afar skamm- sýna. „Þegar ég tók við fyrirtækinu var útflutningur þess mjög lítill. Okk- ur tókst að tvöfalda veltuna og þá þótti mörgum Frakkanum of geyst farið.“ VILDIEKKIÆVISTARF AFA SÍNS í SÚGINN Sighvati og íjölskyldu hans leið afar vel í Frakklandi. Það urðu snögg kaflaskipti þegar faðir hans hringdi að heiman og bað hann urn að taka að sér starf framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar. „Hann vildi fá mig heim en játaði að í mínum sporum myndi hann ekki taka starfinu. Vinnslustöðin var illa sett og áhættan því mikil. Ég hugsaði mig um í tvo sólarhringa áður en ég ákvað að láta slag standa. Ég gat ekki hugsað mér að láta Vinnslustöðina fara á hausinn án þess að reyna að koma í veg fyrir það þar sem hún er ævistarf afa míns og aleiga föður míns. Blóð- böndin toguðu mig til Eyja. Ég vildi því bæði tryggja sparifé foreldra minna sem og sjá Vinnslustöðina rísa upp úr öskunni." Sighvatur gerði miklar breytingar innan Vinnslustöðvarinnar og sagði meðal annars upp stjórnendum sem starfað höfðu hjá fyrirtækinu árum saman. Vinnslustöðin var sameinuð úr sex útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækjum í Eyjum sem gengu í eina sæng, nauðung viljug af lánardrottn- um, árið 1991. Stærst þeirra voru Vinnslustöðin, Fiskiðjan og Fiski- mjölsverksmiðjan. Framkvæmda- stjórar voru fimm, þeirra á meðal fað- ir Sighvats, Bjarni, sem jafnframt var langstærsti einstaki hluthafmn og stjórnarformaður fyrirtækisins. Sighvatur fékk alræðisvald þegar hann tók við fyrirtækinu og kostaði það mikinn hvell þegar hann gerði breytingar á stjórnendahóp fyrirtæk- isins sem var þess valdandi að sumir framkvæmdastjóranna urðu að víkja úr starfi. Á meðal þeirra voru Guð- mundur Karlsson, fyrrum alþingis- maður sem gegndi áður fram- kvæmdastjórastöðu Fiskiðjunnar og var nokkuð stór hluthafí í hinu sam- einaða fyrirtæki og stjórnarmaður í því, og Viktor Helgason, fram- kvæmdastjóri Fiskimjölsverksmiðj- unnar og fyrrverandi knattspymu- þjálfari Sighvats og mikill vinur hans. „Þetta voru mjög erfiðar ákvarðan- ir og mér hefur sjaldan liðið eins illa,“ segir Sighvatur þegar hann riljar þessa atburði upp. Frægt deilumál kom upp innan fjöl- L 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.